Norðurljósið - 01.01.1972, Page 99
NORÐURLJÓSIÐ
99
En þeir sáu, að Kristur var dáinn. Til frekara öryggis rak einn
þeirra spjót sitt í síðu hans. Þá kom út blóð og vatn. í gollurshúsinu,
sem er utan um hjartað, hafði skilizt að hlóðvatnið og blóðkornin.
Þetta spjót, sem stungið var í síðu Krists, mun hafa verið þver-
handarbreitt. Það er hreiddin á fornu, rómversku spjótshlaði frá
dögum Krists, sem fannst nýlega í landi fsraels. Það þarf mikla trú
til að trúa því, að maður hefði lifað af, sem var stunginn með slíku
spjóti í hjartað.
Lúkas skýrir frá því, að fólk, sein viðstatt var, sá það, þegar hann
dó, og hundraðshöfðinginn sá, að hann gaf upp andann. Hann gaf
svo Pílatusi skýrslu um, að Kristur væri dáinn, þegar hann var lát-
inn votta það.
Guðspjöllin greina frá tveimur ráðherrum meðal Gyðinga, sem
sáu um greftrun Krists. Þótt aðrir hefðu ekki gengið úr skugga um,
hvort hann væri dáinn, þá hefðu þeir gert það. Hvaða maður vill
kviksetja vin sinn? Auk þeirra hljóta að hafa verið einhverjir þjón-
ar, og svo voru konurnar tvær, María Magdalena og María hin, sem
fylgdust með greftrun Jesú. Þær voru líka sannfærðar um, að hann
væri dáinn, því að þær keyptu ilmjurtir og smyrsl til að smyrja h'k
hans með seinna.
Gröfinni var svo lokað með stórum steim'. Stemninn var síðan
innsiglaður daginn eftir af æðstu prestunum og Faríseunum. Auð-
vitað hafa þeir gætt þess, hvort líkið væri kyrrt í gröfinni áður en
þessi innsiglun fór fram. Eftir það gættu varðmenn grafar Krists,
unz engill frá himni kom og gerði að engu áform manna um inn-
siglaða gröf, sem geymdi lík Krists.
Menn hafa reynt að segja, að Kristur hafi aldrei risið upp, held-
ur hafi fólkið séð ofsjónir. Hverjir sjá ofsjónir? Venjulegast and-
lega afhrigðilegt fólk, veiklað á taugum eða vanheilt. Mun það
fjarska líklegt, að Kristur hefði kjörið slíka menn lil að flytja he:m-
inurn hoðskap sinn? Bera hréf þeirra nokkur merki öfga eða and-
legrar vanheilu? Þau sýna okkur andlega heilhrigða menn, sem
taka föstum tökum þau viðfangsefni, sem þe:r fást við.
Menn, er sjá ofsjónir eða reyna ofskynjanir, vita þetta venjulega
mjög fljótt, hvað er raunverulegt á efnissviðinu og hvað er jiað
ekki. Hvers vegna hefðu postular Krists verið öðru vísi?
Hvað gátu postularnir grætt á því að húa t:I sögu um uoprisu, sem
aldrei hefði átt sér stað? Með henni lögðu þeir sig í he:na lífshættu,