Norðurljósið - 01.01.1972, Qupperneq 103
NORÐURLJÓSIÐ
103
syn að þj óna Guði. Hann gat ekki þagað, því að þá leit svo út sem
hann hefði selt sitt andlega líf.
í klefanum í Bedford lagði hann í bæn allt fram fyrir Guð, og
fékk vissu um, að þetta var vilji Guðs og vegur, honum til handa,
og hann varð styrktur. Það, sem lá honum þyngst á hjarta var, að
yrði hann dæmdur til hengingar, þá mundi verða erfitt að vera hug-
djarfur og glaður. „Fari ég upp stigann til gálgans fölur og titrandi,
sómir það illa Guðs málefni,“ áleit hann.
Það féll honum þungt að vera skilinn frá konu og börnum, og
einnig átti hann litla, blinda dóttur, og að geta ekki verið heima, var
næstum meira en hann gat borið. Kona hans stritaði við að sj á fyr-
ir þörfum heimilisins, og reyndi einnig að fá manninn lausan, en
árangurslaust.
í fangaklefanum vann hann við að gera lissur á málmpappa, sem
notaðar voru á þeim tímum. Þannig gat hann hjálpað til við að halda
lífi í fjölskyldunni. En mest af tímanum notaði hann til að skrifa.
Af hinum 59 ritverkum, sem eftir hann liggja, er „För pílagrímsins“
alkunnust. Það var ekki fyrr en 1672, eftir 12 ára fangavist, að
Bunyan varð frjáls aftur. Eitt skipti, árið 1666, losnaði hann þó, en
aðeins fáar vikur. Með konungsbréfi var honum leyft að boða Guðs
orð, svo að á endanum fékk hann fullan rétt til að starfa eftir þeirri
köllun, sem Guð hafði gefið honum. í 16 ár var honum leyft að vera
til blessunar og gleði í söfnuðinum í Bedford.
Er dró að lokum langrar ævi veiktist hann, og 31. ágúst 1688
flutti hann heim í dýrðina. Hann var jarðaður í Bunhill Fields í
London. í Bedford var reist standmynd til minningar um hann.
Sem voldugur vitnisburður um það, hvað Guð getur gert fyrir synd-
ugan mann, er snýr sér til hans, stendur það verk, er John Bunyan
afrekaði fyrir Guðs náð. (Þýtt.)
Þegar ég var ungur að árum, las ég bók, sem hét „För píla-
grímsins“. Höfundur hennar var John Bunyan. Fyrri hluti henn-
ar var saga manns, er var á leið til hinnar himnesku borgar eftir
mjóum vegi, sem auðvelt var að villast af, sem henti hann stund-
um. Síðari hlutinn var saga konu hans og barna, sem ekki fóru
með honum, en tóku sig upp og fóru síðar. — Nú hefir Fíladel-
fíuforlagið í Hátúni 2, Reykjavík, gefið þessa heimsfrægu bók út
aftur á íslenzku. Ættu sem flestir að fá sér hana. Hún kostar 790
kr. Á Ak. fæst hún hjá Jóhanni Pálssyni, Lundarg. 12. — S. G. J.