Norðurljósið - 01.01.1972, Page 104
104
NORÐURLJÓSIÐ
MOIAR FRA BORDI MHSTARAHS
Greinir handa lærisveinum Krists.
UPPSPRETTULINDIR ANDLEGS KRAFTAR.
Eftir dr. R. A. Torrey.
Inngangur: Ritsmíð þessi heitir á ensku: „How to Obtain Fulness
of Power“. Hún getur orðið þeim, sem þrá meiri kraft frá Guði, til
mikillar blessunar. Hún varð ritstj. Nlj. það, er hann fyrir áratugum
las hana í danskri þýðingu. Fyrstu tveir kaflarnir eiga erindi til allra
manna, þótt þeir séu ekki trúaðir.
Úr formála höfundar: „Það eru margir, sem vita ekki, að til er
líf í varanlegri hvíld, gleði, fullnægju og krafti. Margir aðrir halda,
að eitthvað betra hljóti að vera til en það, sem þeir þekkja. En þeir
vita ekki, hvernig þeir eiga að öðlast það. Þessi bók er rituð til að
hjálpa þeim.“
„Eitt sinn hefir Guð talað; tvisvar hefi ég heyrt það: hjá Guði er
styrkleikur, (krafturinn tilheyrir Guði.“ Ensk þýð.) Sálm. 62. 12.
„Verið sterkir í Drottni og í krafti máttar hans.“ Efes. 6. 10.
Þýð. S. G. J.
„Þér eruð styrkir, og orð Guðs er stöðugt í yður.“ 1. Jóh. 2. 14.
„Verðið styrktir að krafti vegna Anda hans í innra manni yðar.“
Efes. 3. 16. Þýð. S. G. J.
1. KAFLI.
Kraftur orðs Guðs.
„Krafturinn tilheyrir Guði.“ Sálm. 62. 12. Máttarlindin djúpa,
sem Guði heyrir til, er orð hans, biblían. Ef vér viljum öðlast kraft
hans, verðum vér að leita til þeirrar bókar. Þó er fullt af fólki, sem
biður um kraft, en vanrækir þó biblíuna. Menn þrá kraft, til þess að
ævi þeirra verði ávaxtarík, en gleyma samt, að Jesús sagði: „Sæðið
er Guðs orð.“ Lúk. 8. 11. Þeir þrá að eiga kraft til að bræða kalda
hjartað og brjóta þrjózkan viljann. Samt gleyma þeir því, að Guð
hefir sagt: „Er ekki orð mitt eins og eldur — segir Jahve — og eins