Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 107
NORÐURLJÓSIB
107
að trúa, en ég fékk ekki það, sem ég bað um. Eg átti ekki sanna trú.
Sönn trú verður að hafa tryggingu. Ég verð að hafa ákveðið fyrir-
heit í orði Guðs eða ákveðna leiðbeiningu heilags Anda.
Hvað eigum vér þá að gera? Vér komum inn í nálægð Guðs.
Það er etthvað, sem vér þráum. Er nokkurt fyrirheit í orði Guðs
um það, sem vér þráum? Vér lítum í orð Guðs og finnum fyrir-
heitið. Vér þurfum ekki annað en að koma með þetta fyrirheit inn
í nálægð Guðs. Til að mynda getum vér sagt: „Himneski faðir, vér
þráum heilagan Anda. Þú hefir sagt í orði þínu: „Ef nú þér, sem
eruð vondir, hafið vit á að gefa börnum yðar góðar gjafir, hversu
miklu fremur mun þá faðirinn af himni gefa þeim heilagan Anda,
sem biðja hann?” Þú hefir einnig sagt í Post. 2. 39.: „Yður er
ætlað fyrirheitið og börnum yðar og öllum þeim, sem í fjarlægð eru-
öllum þeim, sem Drottinn Guð vor kallar til sín.” Ég er kallaður
maður; ég er frelsaður maður ; og hér hefi ég orð þitt fyrir því.
Þú hefir lofað þessu. Ég bið þig nú að fylla mig með heilögum
Anda.” Síðan tökum vér 1 Joh. 5. 14. 15. og segjum: „Faðir, þetta
er sú djörfung, sem ég hefi til þín, að ef ég bið um eitthvað eftir
þínum vilja, þá heyrir þú mig. Og ef ég veit, að þú heyrir mig,
þá veit ég, að mér er veitt sú beiðni, sem ég hefði beðið þig um.“
Síðan rís ég ég á fætur, stend á þessu fyrirheiti Guðs og segi: „Mér
er veitt þetta,“ og ég mun öðlast þetta. Eina leiðin fyrir þig til að
eiga trú, er sigrar í bæn, er að rannsaka biblíuna, þekkja fyrirheitin
og koma með þau framfyrir Guð, þegar þú biður. George Muller er
einn af kröftugustu bænarmönnum þessarar aldar. En hann býr sig
alltaf undir bæn með því að athuga orð Guðs. (Jóh. 15. 7.) (Ritað
fyrir andlát G. Mullers. Þýð.)
Sama gildir, ef vér þráum trú í stað efasemda. Hún kemur einnig
af orði Guðs. Þú talar við efafullan mann og vilt, að hann eignist
trú. Hvernig ætlar þú að hjálpa honum? Gefa honum kristilega trú-
varnarhók. Ég er ekkert á móli slíkum bókum. En til er innblásin
bók, betri en allar hinar til samans. Við lesum í Jóh. 20. 31.: „En
þetta er ritað, til þess að þér skuluð trúa, að Jesús sé Kristur, Guðs-
sonurinn, og til þess að þér, með því að trúa, öðlist lífið í hans
nafni.“ Greinilegt er, að þessi bók Jóhannesar var rituð, til þess að
menn skyldu „trúa, að Jesús er Kristur, Guðs-sonurinn“ og „með því
að trúa öðlast lífið í hans nafni.“ Jóhannesar guðspjall er innblásin
bók um sannanir kristindómsins. Hvað eigum vér þá að gera, ef vér