Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 111
NORÐURLJ ÓSIÐ
111
Á svipaðan hátt ritaði hann Tímóteusi, umsjónarmanni sama safn-
aðar: „En vondir menn og svikarar ímunu magnast í vonzkunni, vill-
andi aðra og villuráfandi sjálfir. En halt þú stöðuglega við það, sem
þú hefir numið og hefir fest trú á, þar eð þú veizt, af hverjum þú
hefir numið það, og þar eð þú frá blautu barnsbeini þekkir heilagar
ritningar, sem geta veitt þér speki til sáluhj álpar fyrir trúna á Kristi
Jesú.“ 2. Tím. 3. 13.—15. Maðurinn, sem elur sig stöðugt á orði
Guðs, er ónæmur fyrir sífjölgandi villukenningum samtímans. Blátt
áfram vegna þess, að orð Guðs hefir verið vanrækt, verða svo marg-
ir bráð þeirra falskenninga, sem djöfullinn með slægð sinni leitast
við að læða inn í kirkju Krists nú á dögum.
Orð Guðs hefir ekki einungis kraft til að varðveita menn frá villu
heidur líka frá synd. „Ég geymi orð þín í hjarta mínu, til þess að ég
skuli eigi syndga gegn þér.“ Sálm. 119. 11. Maður, sem nærist dag-
lega á orði Guðs, verður ekki freistingum djöfulsins að bráð. Hvern
dag, sem vér vanrækjum að nærast á orði Guðs, skiljum vér eftir
opnar dyr, sem Satan er viss með að fara inn um í hjörtu okkar og
líferni. Það var jafnvel sonur Guðs sjálfur, sem mætti freistingum
óvinarins og sigraði þær með ritningunum. Sérhverri freistingu Sat-
ans svaraði hann: „Ritað er.“ Matt. 4. 4., 7. 10. Gersigraður vék
Satan brott af orrustuvellinum.
Nám í heilagri ritningu er fyrsta skrefið í áttina til að öðlast fyll-
ingu kraftarins í kristilegri þjónustu. Það er augljóst af því, sem
segir hér að framan. Þótt mikið sé ritað um kraft og talað margt á
trúaðramótum, þá gleymist þessi staðreynd oft. Verk heilags Anda
er miklað, en verkfærið (orðið), sem heilagur Andi notar við starf
sitt, gleymist að mestu. Af þessu sprettur skammvinnur áhugi og at-
hafnir, en engin langvinn aukning kraftar og nytsemi. Vér hvorki
öðlumst kraft né varðveitum hann í lífi og starfi, nema með djúpri
og tíðri íhugun orðs Guðs. Eigi ekki laufblöð vor að visna, e'gi allt,
sem vér gerum, að blessast, verðum vér að hafa unun af lögmáli
(orði) Drottins og hugleiða það dag og nótt. Sálm. 1. 2., 3. ...
„Fylling Andans“, Efes. 5. 18.—22., sem ekki er haldið við með
þrotlausu námi orðs Guðs, hverfur fljótt. Það er golt að hafa það í
huga, að árangurinn er nákvæmlega hinn sami, þegar Páll á e:num
slað talar um „fylling Andans“, Efes. 5. 18.—22., og á öðrum stað:
að láta „orð Krists búa ríkulega hjá yður (í yður).“ Kól. 3. 16.—18.
Sjáanlega þekkti Páll enga fyllingu heilags Anda, sem skilin væri