Norðurljósið - 01.01.1972, Page 112
112
NORÐURLJÓSIÐ
frá djúpri og stöðugri íhugun orðsins. Útkoman úr þessu öllu er sú,
að sérhver maður, sem öðlast vill fyllingu kraftarins í kristilegu lífi
og þjónustu, verður að næra sig stöðugt á orði Guðs.
2. KAFLI.
Kraftur blóðs Krists.
„Krafturinn tilheyrir Guði.“ Þess vegna stendur hann mönnum
til boða. Eitt skilur þó að manninn og Guð. Það er eyndin. „Sjá,
hönd Drottins er ekki svo stutt, að hann geti ekki hjálpað, og eyra
hans er ekki svo þykkt, að hann heyri ekki; en það eru misgerðir
yðar, sem skilnað hafa gjört milli yðar og Guðs yðar, og syndir
yðar, sem byrgt hafa auglit hans fyrir yður, svo að hann heyrir
ekki.“ Jes. 59. 1., 2. Áður en vér getum reynt kraft Guðs í líferni
voru og þjónustu, þá verður syndin, sem er á milli mannsins og
Guðs, að vera tekin í burtu. Vér verðum að þekkja kraft blóðsins,
ef vér eigum að þekkja kraft Guðs. Það er blóðið, sem tekur synd-
ina á brott. Hebr. 9. 26. Vér verðum að þekkja kraft blóðsins, ef vér
eigum að þekkja kraft Guðs. Reynsluþekking vor á krafti orðsins,
krafti heilags Anda og krafti bænar, er háð því, að vér þekkjum
kraft blóðs Krists. Hvað hefir blóð Krists kraft til að gera?
1. Blóð Krists er friðþæging fyrir synd. „Guð framsetli hann í
hlóði hans sem náðarstól (friðþægingarstað) fyrir trúna til að aug-
lýsa réttlæti sitt — með því að Guð hafði í umburðarlyndi sínu um-
borið hinar áður drýgðu syndir.“ Róm. 3. 25. í fyrri greinum þessa
kafla hefir Páll sannað, að allir menn eru syndarar, „sekir fyrir
Guði.“ En Guð er heilagur, Guð, sem hatar synd. Hatur Guðs á synd
er engin uppgerð. Það er raunverulegt, lifandi, virkt. Það verður að
birta sig á einhvern hátt. Reiði Guðs yfir syndinni verður að ljósta.
Hvernig fáum vér forðað oss, „því að allir hafa syndgað og skortir
Guðs dýrð?“ Róm. 3. 23. Guð svarar sjálfur þessari spurningu, sem
er geysilega mikilvæg. Það er von handa oss, af því að Guð hefir
lagt það til, sem friðþægir fyrir oss, hið úthellta blóð Krists. „Guð
framsetti hann (Krist) í blóði hans sem náðarstól (friðþægingu)
fyrir trúna.“ Reiði Guðs yfir syndinni laust Krist í stað þess að
ljósta oss. Jesaja spámanni var birtur þessi sannleiki nokkur hundr*
uð árum fyrir fæðingu Krists. „Vér fórum allir villir vega sem sauð-