Norðurljósið - 01.01.1972, Síða 114
114
NORSURLJÓSIO
Þið hafið heyrt söguna af öldruðu konunni, sem var dauðvona.
Presturinn hennar frétti þetta og heimsótti hana. „Þeir segja mér,
að þér séuð að deyja,“ sagði hann við hana. „Já,“ svaraði hún.
„Hafið þér samið frið við Guð?“ „Nei,“ var svarið. „Eruð þér ekki
hrædd við að mæta Guði án þess að hafa samið frið við hann?“
„Ekki vitund.“ „Og þér hafið ekki samið frið við Guð?“ „Nei.“
„Hvað meinið þér með þessu?“ spurði prestur furðulostinn. Dauð-
vona konan brosti. „Ég hefi ekki samið frið við Guð, af því að ég
þarf þess ekki. Kristur samdi frið fyrir meir en 1800 árum með
blóðinu úthelltu á krossinum (Kól. 1. 20.), ég hlátt áfram hvíli í
þeim friði, sem hann hefir samið.“ Sæll er sá, sem lært hefir að hvíla
í þeim friði, sem Kristur samdi, sá er lítur á syndir sínar fyrirgefn-
ar, af því að blóði Krists var úthellt, og Guð segir það! „I honum
eigum vér endurlausnina fyrir hans blóð, fyrirgefningu afbrotanna.
Er það samkvæmt ríkdómi náðar hans.“
3. Ritningargrein, hin þriðja, er náskyld þessu. Hún leiðir í ljós
kraft blóðs Krists. „En ef vér framgöngum í ljósinu, eins og hann er
sjálfur í ljósinu, þá höfum vér samfélag hver við annan, og blóð
Jesú, sonar hans, hreinsar oss af allri synd.“ 1. Jóh. 1. 7. Þetta leiðir
í ljós, hve algjör er sú fyrirgefning, sem vér fáum vegna blóðsins.
Blóð Krists hefir kraft til að hreinsa hinn trúaða af allri synd. Það
heldur honum hreinum á hverjum degi, stundu og mínútu, hreinum
af sekt syndanna. Þegar bihlían nefnir hreinsun í sambandi við
synd, er það alltaf hreinsun frá sekt. Hreinsun frá valdi syndarinnar
og nærveru syndarinnar er fyrir orð Guðs, heilagan Anda og hinn
lifandi Krist, sem dvelur í hinum trúaða, en ekki fyrir Krist kross-
festan. Kristur á krossinum frelsar frá sekt syndarinnar. Kristur á
hásætinu frelsar frá valdi syndarinnar. Kristur, kominn aftur, mun
frelsa frá nœrveru syndarinnar. En blóð Krists hreinsar af allri sekt
syndarinnar, þegar maður gengur í ljósinu, gefur sig undir vald
Ijóssins og framgengur í Kristi, sem er ljósið. Blóð Krists hreinsar
hann af allri synd. Fortíð hans getur hafa verið eins slæm og verða
má, syndirnar stórar og óteljandi. En þær eru allar, hin smæsta sem
hin stærsta, afþvegnar. Þótt syndir hans væru sem skarlat, eru þær
orðnar hvítar sem mjöll; þótt þær væru rauðar sem purpuri, eru
þær orðnar sem ull. Jes. 1. 18.
Blóð Krists hefir kraft til að gera svörtustu lífsblöð hvít. Ef vér
framgöngum í Ijósinu, hlýðnumst sannleika Guðs, trúum á ljósið, á