Norðurljósið - 01.01.1972, Síða 114

Norðurljósið - 01.01.1972, Síða 114
114 NORSURLJÓSIO Þið hafið heyrt söguna af öldruðu konunni, sem var dauðvona. Presturinn hennar frétti þetta og heimsótti hana. „Þeir segja mér, að þér séuð að deyja,“ sagði hann við hana. „Já,“ svaraði hún. „Hafið þér samið frið við Guð?“ „Nei,“ var svarið. „Eruð þér ekki hrædd við að mæta Guði án þess að hafa samið frið við hann?“ „Ekki vitund.“ „Og þér hafið ekki samið frið við Guð?“ „Nei.“ „Hvað meinið þér með þessu?“ spurði prestur furðulostinn. Dauð- vona konan brosti. „Ég hefi ekki samið frið við Guð, af því að ég þarf þess ekki. Kristur samdi frið fyrir meir en 1800 árum með blóðinu úthelltu á krossinum (Kól. 1. 20.), ég hlátt áfram hvíli í þeim friði, sem hann hefir samið.“ Sæll er sá, sem lært hefir að hvíla í þeim friði, sem Kristur samdi, sá er lítur á syndir sínar fyrirgefn- ar, af því að blóði Krists var úthellt, og Guð segir það! „I honum eigum vér endurlausnina fyrir hans blóð, fyrirgefningu afbrotanna. Er það samkvæmt ríkdómi náðar hans.“ 3. Ritningargrein, hin þriðja, er náskyld þessu. Hún leiðir í ljós kraft blóðs Krists. „En ef vér framgöngum í ljósinu, eins og hann er sjálfur í ljósinu, þá höfum vér samfélag hver við annan, og blóð Jesú, sonar hans, hreinsar oss af allri synd.“ 1. Jóh. 1. 7. Þetta leiðir í ljós, hve algjör er sú fyrirgefning, sem vér fáum vegna blóðsins. Blóð Krists hefir kraft til að hreinsa hinn trúaða af allri synd. Það heldur honum hreinum á hverjum degi, stundu og mínútu, hreinum af sekt syndanna. Þegar bihlían nefnir hreinsun í sambandi við synd, er það alltaf hreinsun frá sekt. Hreinsun frá valdi syndarinnar og nærveru syndarinnar er fyrir orð Guðs, heilagan Anda og hinn lifandi Krist, sem dvelur í hinum trúaða, en ekki fyrir Krist kross- festan. Kristur á krossinum frelsar frá sekt syndarinnar. Kristur á hásætinu frelsar frá valdi syndarinnar. Kristur, kominn aftur, mun frelsa frá nœrveru syndarinnar. En blóð Krists hreinsar af allri sekt syndarinnar, þegar maður gengur í ljósinu, gefur sig undir vald Ijóssins og framgengur í Kristi, sem er ljósið. Blóð Krists hreinsar hann af allri synd. Fortíð hans getur hafa verið eins slæm og verða má, syndirnar stórar og óteljandi. En þær eru allar, hin smæsta sem hin stærsta, afþvegnar. Þótt syndir hans væru sem skarlat, eru þær orðnar hvítar sem mjöll; þótt þær væru rauðar sem purpuri, eru þær orðnar sem ull. Jes. 1. 18. Blóð Krists hefir kraft til að gera svörtustu lífsblöð hvít. Ef vér framgöngum í Ijósinu, hlýðnumst sannleika Guðs, trúum á ljósið, á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.