Norðurljósið - 01.01.1972, Síða 115
NORÐURLJÓSIÐ
115
Krist, eru lífsblöð vor eins hvít og klæði Krists voru, þegar læri-
sveinarnir sáu hann á ummyndunarfjallinu. Matt. 17. 2.; Lúk. 9.
29.; Mark. 9. 3. Enginn getur ásakað Guðs útvalda. Róm. 8. 33. Það
er engin fyrirdæming yfir þeim, sem eru í Kristi Jesú. Róm. 8. 1.
4. „Miklu fremur munum vér þá nú, réttlættir fyrir blóð hans,
frelsaðir verða frá reiðinni fyrir hann.“ Róm. 5. 9. Blóð Krists hefir
kraft til að réttlæta. Sérhver trúaður maður í Kristi er nú þegar rétt-
lættur fyrir blóð Krists. Réttlæting er meira en fyrirgefning og
hreinsun. Fyrirgefningin, svo dýrleg sem hún er, hún er neikvæð.
Fyrirgefningin er það, að syndir vorar hafa verið teknar á hrott, og
það er litið á oss, eins og vér hefðum aldrei syndgað. Réttlætingin
er jákvæð. Hún merkir það, að vér erum taldir réttlátir. Fullkomið
réttlæti, sjálft hið fullkomna réttlæti Krists, er fært inn á reikning
vorn.
Gott er að vera afklæddur viðbj óðslegum og saurugum tötrum.
En langtum hetra er að vera skrýddur klæðum dýrðar og fegurðar.
Við fyrirgefninguna erum vér afklædd óþefs-tötrum syndanna. Við
réttlætinguna skrýðumst vér dýrð og fegurð Krists. Það er kraftur
blóðsins, sem kemur þessu til vegar. Er Kristur úthellti hlóði sínu
sem sektargjaldi fyrir syndir vorar, kom hann í vorn stað. Þegar vér
trúum á hann, stígum vér inn á hans stað. „Þann, sem þekkti ekki
synd, gerði hann að synd vor vegna, til þess að vér skyldum verða
réttlæti Guðs í honum.“ 2. Kor. 5. 21.
5. Vér lítum nú á Hehr. 9. 14.: „Hve milklu fremur mun þá hlóð
Krists hreinsa samvizku yðar frá dauðum verkum, til að þjóna lif-
anda Guði?“ Skilur þú, hvað þetta merkir? Ég skal leitast við að
skýra það. Þegar manninum verður sú staðreynd ljós, að hann er
syndari og að Guð er heilagur, finnst honum, að hann verði að gera
eitthvað til að þóknast Guði og hæta fyrir syndir sínar. Hann verður
að „gera yfirbót,“ „halda föstuna,“ gefa peninga eða gera eitthvað
til að hæta fyrir syndir sínar. Allar þessar tilraunir að þóknast Guði
og hæta fyrir syndirnar eru „dauð verk.“ Þau færa aldrei mannin-
um frið. Marteinn Lúther leitaði friðar á þennan hátt, en fann hann
ekki, en þegar vér sjáum kraft blóðsins, hvernig það hefir þegar
friðþægt til fulls fyrir syndina, hvernig það hefir nú þegar þvegið
af oss syndir vorar og réttlætt oss frammi fyrir Guði, hvernig vér
erum nú þegar þóknanlegir og móttökuhæfir í augum Guðs vegna
þessa úthellta blóðs, þá er ekki aðeins, að sektarbyrðinni létti af