Norðurljósið - 01.01.1972, Page 117
NORÐURLJÓSIÐ
117
þjóna honum alveg. Líkami, sál og andi verða að vera alveg á hans
valdi. En sú hugsun, að ég er Guðs eign, vekur líka tilfinningu ör-
yggis. Guð getur og vill annast eign sína. Blóð Krists hefir kraft
til að gera mig óhultan eilíflega.
7. Vér lærum enn meira um kraft blóðs Krists í Hebr. 10. 19. 20.
„Er vér nú, hræður, megum fyrir Jesú blóð með djörfungu ganga
inn í hið heilaga, þangað sem hann vígði oss veginn, nýjan veg og
lifandi, inn í gegnum fortjaldið, það er að segja hans eigin líkama.“
Blóð Krists hefir kraft til að gefa trúuðum mönnum djörfungu til
að ganga inn í hið heilaga, að koma inn í sjálfa nálægð Guðs.
A liðnum tímum, þegar tjaldbúðin og musterið stóðu, opinberaði
Guð sig í hinu allra helgasta. En inn í þennan heilaga stað var að-
eins einum manni af allri þjóðinni, æðsta prestinum, leyft að koma.
A friðþægingardaginn mátti hann ganga inn, einu sinni á ári, en
ekki án blóðs. Með þessu kenndi Guð Gyðingum og þar með heim-
inum þrenn mikilvæg sannindi: Enginn getur nálgazt heilagleik
Guðs. Maðurinn er syndugur. Syndugur maður getur einungis nálg-
azt heilagan Guð vegna friðþægjandi hlóðsins, — að „án úthelling-
ar blóðs“ fæst eigi fyrirgefning, og þess vegna enginn vegur að
nálgast Guð. Hebr. 9. 22. En blóð fórna gamla sáttmálans var aðeins
mynd hinnar sönnu fórnar, Jesú Krists. Vegna hins úthellta blóðs
hans hefir hinn aumasti syndari, sem trúir á Krist, réttindi til að
nálgast Guð, koma inn í sjálfa nálægð hans, þegar hann vill, koma
án ótta, í „öruggu trúartrausti“, með „djörfung“. Hvílíkur dásemd-
arkraftur blóðs Krists, að taka burtu allan ótta, þegar ég nálgast
þann Guð, sem er heilagur, sem er „eyðandi eldur! “ Guð er heilag-
ur? Víst er það. Ég er syndari? Áreiðanlega. En hin dásamlega fórn
Krists „í eitt skipti fyrir öll“, hefir að eilífu tekið synd mína á brott.
Ég er „fullkomnaður“, og „réttlættur“. Á grundvelli þessa blóðs,
sem er Guði svo dýrmætt og fullnægjandi, get ég djarflega gengið
inn í sjálfa nálægð Guðs.
8. En blóð Krists hefir ennþá meiri kraft. „Sælir eru þeir, sem
þvo skikkjur sínar, til þess að þeir geti fengið aðgang að lífsins tré
og megi ganga um hliðin inn í borgina.“ Opinh. 22.14. Með því
að bera þessa grein saman við 7. kafla, 14. grein, sjáum vér, að
það er í hlóði Krists, sem skikkjurnar eru þvegnar. Blóð Krists
hefir þá kraft til að veita þeim, sem trúa á hann, rétt til trés lífsins
og inngöngu í borgina. Það var syndin, sem í fyrstu lokaði mann-