Norðurljósið - 01.01.1972, Qupperneq 118
118
NORÐURLJÓSIÐ
inn úti frá lífsins tré og Eden-garði. 1 Mós. 3.22.—24. Hið úthellta
blóð Krists opnar oss aftur aðgang að tré lífsins og hinni nýju
Jerúsalem. Blóð Krists endurheimti oss til handa allt, sem Adam
glataði vegna syndarinnar, og það færir oss miklu meira en það,
sem glataðist.
Vér höfum séð eitthvað af krafti blóðs Krists. Hefir þú metið
mikils þetta blóð? Hefir þú látið það fá vald í lífi þínu, sem það ætti
að hafa? Menn eru til nú á dögum, sem reyna að búa til guðfræði,
sem útilokar blóð Krists. Vesalings heimskingjar! Kristindómur
án friðþægandi blóðs er kristindómur án miskunnar handa synd-
aranum, án öruggs samvizkufriðar, án sannrar fyrirgefningar, án
réttlætingar, án hreinsunar, án djörfungar til að nálgast Guð, án
kraftar. Kristindómur er það ekki, heldur eftirstæling djöfulsins.
Ef vér viljum þekkja fyllingu kraftarins í kristilegu lífi og þjón-
ustu, verðum vér fyrst af öllu að þek'kja kraft blóðs Krists. Því að
það er blóðið, sem fyrst af öllu færir oss fyrirgefningu, réttlætingu
og djörfungu til að nálgast Guð.
Sumir, sem kenna um hið „æðra trúarlíf,“ ganga framhjá grund-
vallar sannleikanum um blóðið. Þeir eru að reyna að smíða há-
hýsi án traustrar undirstöðu. Það getur ekki annað en hrunið. Vér
verðum að byrja með blóðinu, ef vér eigum að ganga inn í „hið
allra-helgasta.“ Eiraltarið, þar sem blóðinu var úthellt, varð fyrst
á vegi sérhvers prests, er ganga vildi inn í helgidóminn. Þangað
liggur engin önnur inngöngu leið. Ef vér lærum ekki það, sem
þessi kafli kennir, er gagnlaust að reyna að læra það, sem þriðji og
fjórði kafli kenna. Sérhvern mann, sem þekkja vill kraft Andans,
spyrjum vér fyrst þessarar spurningar: „Þekkið þér kraft blóðs-
ins?“
3. KAFLI.
Kraftur heilags Anda.
„Krafturinn tilheyrir Guði.“ Heilagur Andi er persónan, sem
veitir hverjum einstökum, trúuðum manni kraftinn, sem tilheyrir
Guði. Þetta er verk heilags Anda í hinum trúuðu, að taka það, sem
Guðs er, og láta oss eignast það. Allur hinn margháttaði kraftur
Guðs heyrir til börnum Guðs sem erfðaréttur þeirra í Kristi. „Allt
er yðar.“ 1. Kor. 3. 21. Að því marki, sem vér skiljum og tileinkum
oss verk heilags Anda, að því marki öðlumst vér sjálfir þá fyllingu