Norðurljósið - 01.01.1972, Síða 121
NORÐURLJÓSIÐ
121
Heilagur Andi hefir kraft til að endurnýja menn, endurfæða þá.
Endurfæðingin er verk heilags Anda. Hann getur tekið mann, dauð-
an í yfirtroðslum og syndum, og lífgað hann. Andinn getur tekið
mann, blindaðan í huganum gagnvart sannleika Guðs, mann með
óvinveittan vilja gagnvart Guði, mann, sem vill syndga og hefir
spilltar og andstyggilegar tilfinningar. — Andinn getur tekið þenn-
an mann, gerbreytt honum, veitt honum guðlegt eðli, svo að hann
hugsar það, sem Guð hugsar, vill það, sem Guð vill, elskar það, sem
Guð elskar, og hatar það, sem Guð hatar. Ég örvænti aldrei um
nokkurn mann, þegar ég hugsa um kraft Andans til að endurnýja,
þar sem ég hefi séð hann birta sig í hörðustu mönnum, sem von-
laust virtist um. Heilagur Andi notar oss, er hann endurfæðir aðra.
1. Kor. 4. 15. Vér höfum séð í 1. kafla, að orðið hefir kraft til að
endurfæða. En það er ekki orðið einsamalt, heldur orðið gert lif-
andi í hjartanu fyrir kraft heilags Anda. Predikun, hve mikil og
rétttrúuð, sem hún er, eða biblíunám, hve mikið sem það er, getur
ekki endurfætt, nema heilagur Andi sé að starfi. Eins og vér erum
alháðir verki Krists oss til réttlætingar, þannig erum vér og alháðir
verki heilags Anda í oss til endurfæðingar.
Þegar einhver maður fæðist af Andanum, tekur Andinn sér bú-
stað í honum. 1. Kor. 3. 16., 6. 19. Heilagur Andi dvelur í hverjum
manni, sem tilheyrir Kristi. Kóm. 8. 9. Vel má vera, að líf vort hafi
ekki nógu vel verið lagt í vald Andans, sem hýr í oss. Verið getur,
að vér séum fjarri því að vera „fylltir Andanum.“ Vér getum verið
mjög ófullkomnir kristnir menn. En ef vér höfum endurfæðzt, hýr
Andinn í oss, alveg eins og Páll sagði Korintumönnum, sem vissu-
lega voru fjarri því að vera fullkomnir, kristnir menn. En Andinn
bjó í þeim. Það er dýrleg hugsun, að heilagur Andi býr í mér! Hún
er líka alvöruþrungin. Ef líkami minn er musteri heilags Anda, ætti
ég ekki að saurga það, e:ns og gera margir játandi kristnir menn.
Væri það alltaf haft í huga, að líkamir vorir eru musteri heilags
Anda, mundi það leysa mörg vandamál, sem margir ungir, trúaðir
eru í vandræðum með.
4.Vér finnum ennþá meira um kraft heilags Anda í Jóh. 4. 14.
„Hvern þann, sem drekkur af vatninu, sem ég mun gefa honum, mun
aldrei að eilífu þyrsta, heldur mun vatnið, sem ég mun gefa honum,
verða í honum að lind, er sprettur upp til eilífs lífs.“ Vera má, að
þér sjáið ekki strax, að grein þessi eigi nokkuð við heilagan Anda.