Norðurljósið - 01.01.1972, Page 122
122
NORÐURLJÓSIÐ
Berið hana saman við Jóh. 7. 37.—39. Þá verður augljóst, að vatn-
ið hér merkir heilagan Anda. Heilagur Andi hefir þá kraft til að
veita varanlega, eilífa fullnægju. Heimurinn veitir aldrei fullnægju.
„Hvern þann, sem drekkur af þessu vatni, mun aftur þyrsta.“ Heil-
agur Andi hefir kraft til að svala hverri sálarþrá, seðja hungur
mannshjartans. Gefir þú þig á vald innstreymis, öllu fremur upp-
sprettu, heilags Anda í hjarta þínu, mun þig aldrei þyrsta. Aldrei
muntu þrá leikhúsið, danssalinn eða spila-samkvæmið, jarðneskan
ávinning eða heiður. Hve ósegjanleg gleði, hve ólýsanleg fullnægja
hefir fylgt lífsvatninu í mörgum sálum, er heiiagur Andi hefir út-
hellt því. Attu þessa lífslind innra með þér? Er uppsprettan stífluð?
Er hún að spretta upp til eilífs lífs (Bókstafl.: inn í eilíft líf? Þýð.) ?
5. „Lögmál Anda lífsins, í Kristi Jesú, hefir gert mig frjálsan frá
lögmáli syndar og dauða.“ (Ensk þýð.) Róm. 8. 2. Heilagur Andi
hefir kraft til að leysa oss undan lögmáli syndar og dauða. Hvað er
lögmál syndar og dauða? Vér sjáum það í næsta kafla á undan
(Róm. 7. 9.—24.). Lesið hann vandlega. Vér þekkjum öll þetta lög-
mál syndar og dauða. Vér höfum öll verið þrælbundin því. Sum af
oss eru það enn, en þess er ekki þörf. Guð hefir séð um leið til und-
ankomu. Sú leið er kraftur heilags Anda. Hann leysir oss frá lög-
máli syndar og dauða, þegar vér hættum vonlausri baráttu að reyna
að sigra lögmál syndar og dauða, að reyna í eigin krafti að lifa rétt-
látu lífi, lifa því í krafti holdsins, en gefum oss ósjálfbjarga í vald
heilags Anda, að vér lifum í honum og framgöngum í honum. Marg-
ir menn nú á dögum, sem játa Krist, lifa í Róm. 7. Sumir halda jafn-
vel, að þetta sé hið eðlilega trúarlíf. Menn verði að búa við stöðug-
an ósigur.
Þetta væri satt, ef vér stæðum einir. í sjálfum oss erum vér „hold-
legir og seldir undir syndina.“ En vér erum ekki einir. Heilagur
Andi tdkur að sér að gera það fyrir oss, sem vér getum ekki sjálfir.
Róm. 8. 2.—4. í Róm. 8. er myndin af sönnu, kristilegu lífi. Oss er
kleift að lifa því lífi, og Guð væntir þess, að vér gerum það. Þetta
er ekki lífið, þar sem einungis boðorðið kemur (7. kap.), heldur
lífið, þar sem hinn máttugi Andi kemur líka og framkvæmir í oss
hlýðni og sigur. Holdið er ennþá í oss. En vér erum ekki í holdinu.
(Róm. 8. 12., 13., sbr. 9. grein.) Vér lifum ekki eftir holdinu. Vér
lifum eftir Andanum. Vér deyðum með Andanum gerðir líkamans.