Norðurljósið - 01.01.1972, Side 124
124
NORÐURLJÓSIÐ
og allir menn eru, og ekki erum vér heldur aðeins Guðs börn. „Þeir
eru Guðs synir.“
8. Ný hugsun kemur síðar fram í kaflanum, Róm. 8. 16.: „Sjálfur
Andinn vitnar með vorum anda, að vér erum Guðs börn.“ Heilagur
Andi ber vitni með anda trúaðs manns, að bann er Guðs barn. Gef-
ið gaum, að Páll segir ekki, að Andinn beri anda vorum vitni, held-
ur með honum, — „ásamt með vorum anda,“ er nákvæm merking
orðanna. Þá eru það tveir, sem vitna: Andi vor ber vitni, að vér
erum Guðs börn. Heilagur Andi ber vitni með honum, að vér erum
Guðs börn. Hvernig ber heilagur Andi vitni um þessa staðreynd?
Svarið er í Gal. 4. 6.: „Þar eð þér eruð synir, þá hefir Guð sent
Anda sonar síns í hjörtu vor, sem hrópar: „Abba, faðir!“ Heilagur
Andi kemur sjálfur í hjörtu vor og hrópar: Abba, faðir! Gáið að
í hvaða röð verk Andans koma í Róm. 8. 2., 4., 13., 14., 16. Fyrst er
það, að „lögmál Anda lífsins, í Kristi Jesú, hefir frelsað mig frá
lögmáli syndar og dauða“ (2. v.), svo að „réttlætiskröfu lögmáls-
ins er fullnægt“ hjá mér, sem ekki geng „eftir holdi, heldur eftir
Anda,“ svo að ég „með Andanum deyði gerðir líkamans“ (13. v.),
og þegar ég er undirgefinn leiðbeiningu Andans (14. v.), þá er það
og þá fyrst, sem ég get vænzt þess, að 16. greinin verður uppfyllt í
reynslu minni, svo að ég eigi þá skýru fullvissu, sem kemur frá
heilögum Anda, um sonerni mitt, er hann vitnar með mínum anda,
að ég sé Guðs barn. Það eru margir, sem leita þessa vitnisburðar
heilags Anda á röngum stað; sem sé, hún á að vera skilyrði þess, að
þeir gefi sig alveg Guði á vald og játi hinn krossfesta og upprisna
Drottin sem Frelsara sinn og Drottin. Vitnisburður heilags Anda um
sonerni vort kemur þá fyrst, þegar allt þetta hefir verið gjört.
9. Alkaflega mikilvæg fræðsla finnst í Gal. 5. 22., 23.: „En ávöxtur
Andans er kærleikur, gleði, friður, langlyndi, gæzka, góðvild, trú-
mennska, hógværð, bindindi (sjálfstjórn); gegn slíku er ekkert
lögmál.“
Heilagur Andi leiðir fram í hinum trúaða eðlisdyggðir líkar
Kristi. (Sbr. Róm. 14. 17.; 15. 13.; 5. 5.) Öll sönn fegurð eðlis-
farsins, öll sönn líking Krists hj á oss, er verk heilags Anda. Þetta er
ávöxtur hans. Hann ber þennan ávöxt, ekki vér. Gætið að, ekki er
sagt, að þetta séu ávextir Andans. Þær eru „ávöxtur“ hans. Ekki
sumar af þessum dyggðum, heldur allar, munu koma í ljós hjá hverj-
um þeim, sem heilagur Andi fær að ráða yfir til fulls. Það er fagurt