Norðurljósið - 01.01.1972, Qupperneq 125
NORÐURLJÓSIÐ
125
mannlíf, sem lýst er með þessum orðum, sem hvert um sig verðskuld
ar nána athugun og djúpa íhugun: „Kærleikur“ — „gleði“ — „frið-
ur“ — „langlyndi“ — „gæzka“ — „góðvild“ —- „trúmennska“ —
„hógværð“ — „sj álfstj órn“. Er þetta ekki lífið, sem við öll þráum
að lifa, líf Krists? Það er engum af oss eðlilegt, og ekki fæst það
með neinum tilraunum „holdsins“, eða mannlegs eðlis. Því lífi, sem
oss er eðlilegt að lifa, er lýst i þremur greinum á undan (19.—21.).
Þegar vér hreinlega gefumst upp að gj öra oss að því, sem vér ættum
að vera, felum það heilögum Anda, sem í oss hýr, þá, en ekki fyrr,
koma þessar heilögu dyggðir eðlisfarsins sem „ávöxtur“ hans. Þráir
þú, að líferni þitt og eðlisfar hafi þessar dyggðir? . . . Hættu allri
eigin baráttu og sláðu því föstu, að gamla eðlið þitt geti aldrei bor-
ið þennan ávöxt, að þú náir þessu aldrei með eigin tilraunum, þar
sem þetta er ávöxtur Andans. Vér heyrum talsvert um „skapgerðar
list“. Hún er ágæt, ef þú lætur heilagan Anda framkvæma hana og
hera ávöxt í þér. (Sjá þó 2. Pét. 1. 5.—7.). Vér heyrum líka talað
um „ræktun dyggða eðlisfarsins“. En vér verðum alltaf að hafa það
í huga, að leiðin til að rækta sannar dyggðir eðlisfarsins er sú, að
vér gefum oss algerlega undir vald heilags Anda, að hann fram-
kvæmi verk sitt í oss. Þetta er „helgun Andans“. (1. Pét. 1. 2.;
2. Þess. 2. 13.)
Vér snúum oss nú að krafti heilags Anda í ólíkri átt.
10. „En þegar hann, sannleiksandinn, kemur, mun hann leiða
yður í allan sannleikann, því að liann mun ekki tala af sjálfum sér,
heldur mun hann tala það, sem hann heyrir og kunngjöra yður það
sem koma á. Jóh. 16. 13. Heilagur Andi hefir kraft til að leiða hinn
trúaða „í allan sannleikann“. Fyrirheit þetta var í fyrstunni gefið
postulunum, en þeir sjálfir heimfærðu þetta til allra trúaðra. 1. Jóh.
2. 20.—27. Það eru sérréttindi sérhvers af oss að vera „fræddur af
Guði“. Hver trúaður maður er óháður mannlegum kennurum. „Þér
þurfið þess ekki, að neinn kenni yður“. Auðvitað merkir þetta ekki,
að vér getum ekki lært mikið af öðrum, sem eru fræddir af heilögum
Anda. Hefði Jóhannes haldið það, hefði hann ekki skrifað þetta hréf
lil að kenna öðrum. Maðurinn, sem Guð hefir kennt mest, er manna
fúsastur til að hlýða á það sem Guð hefir kennt öðrum. Þetta merk-
ir heldur alls ekki, að vér séum óháðir orði Guðs, þegar Guð kennir
oss. Því að orðið er einmitt sá staður, sem Andinn leiðir nemendur
sína til, og verkfærið, sem hann notar til að kenna þeim með. Efes.