Norðurljósið - 01.01.1972, Side 128
128
NORÐURLJÓSIÐ
Hann er líka túlkur þess, sem hann hefir opinberaö. Torskilin bók
verður langtum skemmtilegri og gagnlegri, þegar höfundur hennar
er hj á oss til að skýra hana fyrir oss! Slíkrar hj álpar getum vér allt-
af notið, þegar vér athugum biblíuna. Höfundur hennar, heilagur
Andi, er nálægur til að skýra hana. Til að skilja biblíuna verðum
vér að líta til hans. Þá verða torskildir staðir skýrir. Vér þurfum oft
að biðja með sálmaskáldinu: „Ljúk upp augum mínum, að ég megi
skoða dásemdirnar í orði þínu.“ Sálm. 119. 18.
Það er ekki nóg, að vér höfum hina ytri opinberum í rituðu orði
Guðs. Vér verðum einnig að hafa hina innri uppljómun heilags
Anda til að gera oss fær um að skilja hana. Það er mikið glappaskot
að reyna að skilja andlega opinberun með mannlegum skilningi. Sú
heimskulega tilraun að gera þetta hefir leitt margan út í mýrafen
biblíugagnrýni. Maður án listasmekks getur ekki metið rétt fagurt
listaverk, þótt hann sé ekki litblindur. Maður án andlegs skilnings
getur ekki skilið biblíuna, þótt hann kunni málfræði og orðaforða
þeirra tungumála, sem biblían var rituð á.
Vér þurfum öll að gera oss ljóst, hve algerlega ónógt og gildis-
laust vort eigið réttlæti er. En það lærum vér í fyrstu köflum Róm-
verj abréfsins. Vér þurfum einnig að læra, hve vizka vor er algerlega
ónóg og gildislaus gagnvart því, sem Guðs er. Þetta er kennt í fyrra
bréfi til Korintumanna, sérstaklega í fyrsta til þriðja kafla. Sjá t. d.
1. Kor. 1. 19.—21., 26., 27.
Andinn hafði gefið Gyðingum opinberun, en þeim yfirsást, er
þeir reiddu sig ekki á hann að skýra hana fyrir þe™. Þess vegna
villtust þeir. Evangeliska kirkjan öll gerir sér ljóst, í orði kveðnu að
minnsta kosti, hve réttlæti mannsins er algerlega ófullnægjandi. Nú
þarf hún að læra og finna, hve vizka manns:ns er algerlga ófullnægj-
andi. Þetta er sú lexía sem yfirstandandi öld skynsemishyggju og
vitsmunahroka þarf að læra allra helzt.
Vér verðum að tæmast algerlega af eigin vizku, ef vér eigum að
skilja orð Guðs, en reiða oss heldur algerlega á Anda Guðs, að hann
skýri það fyrir oss. Matt. 11. 25. Þegar vér leggjum til hliðar vort
eigið réttlæti, þá, en ekki fyrr, öðlumst vér réltlæti Guðs. Fil. 3.
4.—7., 9.; Róm. 10. 3. Þegar vér leggjum vizku vora til hliðar, þá,
en ekki fyrr, getum vér öðlazt vizku Guðs. 1. Kor. 3. 18.; Matt. 11.
25.; 1. Kor. 1. 25.—28. Þegar vér leggjum til hliðar vorn eigin mátt,
þá, en ekki fyrr, fáum vér kraft Guðs. Jes. 40. 29.; 2. Kor. 12. 9.;