Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 129
N ORÐURLJ ÓSIÐ
129
1. Kor. 1. 27.—28. Tæming fer fram á undan fyllingu. Vort eigið
verður að streyma ut, til þess að Kristur megi streyma inn. Vér verð-
um að vera daglega fræddir af heilögum Anda til að skilja orðið.
Eg get ekki í dag reitt mig á þá staðreynd, að Andinn kenndi mér
í gær. Hver ný snerting við orðið verður að vera í krafti Andans.
Það, að heilagur Andi hafi eitt sinn upplýst huga vorn til að skilja
einhvern ritningarstað, er ekki nóg. Hann verður að gera það í sér-
hvert skipti, sem vér komum að þeim ritningarstað.
13. Það er ekki aðeins, að heilagur Andi hafi kraft að kenna oss
sannleikann, heldur einnig að veita oss kraft, til þess að vér getum
fært öðrum hann. Vér rekumst á þetta aftur og aftur. „Og er ég kom
til yðar, bræður, og boðaði yður leyndardóm Guðs, kom ég ekki
heldur með frábærri mælskusnilld eða speki; því að ég ásetti mér að
vita ekkert á meðal yðar, nema Jesúm Krist og hann krossfestan.
Og ég dvaldist á meðal yðar í veikleika, ótta og mikilli angist. Og
orðræða mín og predikun mín studdist ekki við sannfærandi vís-
dómsorð, heldur við sönnun Anda og kraftar, til þess að trú yðar
væri eigi byggð á vísdómi manna, heldur á krafti Guðs.“ 1. Kor. 2.
1.—5. „Fagnaðarerindi vort kom eigi til yðar í orðum einum, held-
ur einnig í krafti og í heilögum Anda.“ 1. Þess. 1. 5. „En þér munuð
öðlast kraft, er heilagur Andi kemur yfir yður.“ Post. 1. 8. Heilag-
ur Andi gerir hinn trúaða færan um að flytja öðrum „með krafti“
þann sannleika, sem hann hefir sjálfur numið. Vér þurfum í fyrsta
lagi, að heilagur Andi hirti oss sannleikann. t öðru lagí, að hann
skýri fyrir oss sannleikann, sem hann hefir hirt oss. í þriðja lagi
þörfnumst vér þess, að heilagur Andi geri oss fær um að geta öðrum
til gagns miðlað þeim sannleikanum, sem hann sjálfur hefir útskýrt.
fyrir oss.
Vér þörfnumst hans alltaf veginn á enda. Sé reynt að kenna Guðs
orð „með sannfærandi vísdómsorðum“, þ. e. með mannlegum rök-
um eða mælsku, þá er það ein meginorsök þess, þegar þjónusta vor
fer út um þúfur, jafnvel þótt allt hafi virzt ganga vel. Það, sem vér
þörfnumst, er kraftur heilags Anda, „sönnun Anda og kraftar“. Það
eru þrjár orsakir, þegar kristilegt starf fer út um þúfur. í fyrsta
lagi, einhver annar boðskapur er fluttur en boðskapurinn, sem heil-
agur Andi hefir opinherað í orðinu. Menn predika vísindi, listir,
he’mspeki, félagsfræði, mannkynssögu, reynslu sína o. s. frv., en
kenna ekki blátt áfram orð Guðs, eins og það er að finna í hók heil-