Norðurljósið - 01.01.1972, Qupperneq 134
134
NORÐURLJÓSIÐ
félagslífinu — í öllu. Vér getum notið vizku Guðs, ef vér viljum, á
sérhverjum vegamótum ævinnar. Ekkert fyrirheit er nákvæmara en
Jak. 1. 5. „En ef einhvern yðar brestur vizku, þá hiðji hann Guð,
sem gefur öllum örlátlega og átölulaust, og mun honum gefast.“
Hvernig getum vér öðlazt þessa vizku? Jak. 1. 5.—7. svarar því.
Það eru fimm spor í raun og veru. Hið fyrsta: að oss „bresti vizku“.
Vér verðum að vita það og kannast við til fulls, að vér megnum ekki
að taka viturlega ákvörðun. Það verður að hafna, ekki aðeins synd-
ugleika holdsins, heldur vizku þess. / öðru lagi: Oss verður í raun
og veru að langa til að þekkj a veg Guðs og vera fús til að gera vilj a
Guðs. Þetta hefir úrslitaþýðingu. Hér finnum vér ástæðu þess, hvers
vegna menn þekkja oft ekki vilja Guðs og fá ekki leiðbeiningu And-
ans. Þeir eru ekki í raun og veru fúsir til að fylgja leiðbeiningu And-
ans, hver sem hún verður. „Það eru hinir „auðmjúku“, sem hann
lætur ganga eftir réttlætinu og hinir „auðmjúku“, sem hann kennir
veg sinn. (Ensk þýð.) Sálm. 25. 9. Það er sá, sem „vill gera vilja
hans“, sem mun komast að raun um hann. Jóh. 7. 17. / þriðja lagi:
Vér verðum að biðja, biðja ákveðið um leiðbeiningu. / fjórða lagi:
Vér verðum að vænta hennar í öruggu trausti. „Hann biðji í trú,
án þess að efast“. / fimmta lagi: Vér verðum að fylgja leiðbeiningu
hans spor fyrir spor, þegar hún kemur. Hvernig hún kemur, getur
enginn sagt fyrir um, en hún kemur. Vera má, að aðeins eitt spor í
einu sé sýnt. Margir eru í myrkri vegna þess, að þeir vita ekki, hvað
Guð vill láta þá gera í næstu viku, í næsta mánuði, eða næsta ár.
Veiztu, hvert er næsta sporið? Stígðu það, og þá mun hann sýna þér
næsta sporið (sjá 4. Móseb. 9. 17.—21.). Leiðbeining Guðs er
greinileg leiðbeining. 1. Jóh. 1. 5. Margir kveljast af leiðbeiningum,
sem þeir óttast, að geti verið frá Guði, en þeir eru samt ekki vissir
um það. Þú hefir rétt til þess sem Guðs barn að vera viss. „Hér er
ég, himneski Faðir, ég er fús að gera vilja þinn, en gerðu mér hann
ljósan. Sé þetta þinn vilji, vil ég gera hann; en gerðu mér það alveg
ljóst.“ Hann mun gera það, ef þetta er vilji hans, og ef þú ert fús til
að gera hann. Þú þarft ekki og ættir ekki að gera þetta, þangað til
hann hefir gert þér það ljóst.
Vér höfum engan rétt til að segja Guði fyrir, hvernig hann eigi að
leiðbeina oss, t. d. með því „að loka öðrum leiðum,“ eða með tákni,
eða að leggja fingurinn á einhvern ritningarstað. Vort er að leita