Norðurljósið - 01.01.1972, Qupperneq 136
136
NORÐURLJÓSIÐ
hann.“ Matt. 7. 7., 11. Andleg fátækt og kraftleysi venjulegs kristins
manns er skýrt með orðum Jakobs: „Þér fáið ekki, af því að þér
biðjið ekki.“ Jak. 4. 2. Margur kristinn maður spyr: „Hvers vegna
tek ég svo litlum framförum í trúarlífinu?“ „Bænin er vanrækt,“
svarar Guð. „Þú færð ekki, af því að þú biður ekki.“ Margur von-
svikinn Orðsins þjónn spyr: „Hvers vegna er svo lítill ávöxtur af
þjónustu minni?“ „Bænin er vanrækt,“ svarar Guð aftur, „þú færð
eklki, af því að þú biður ekki.“ Bæði lærðir menn og leikir spyrja:
„Hvers vegna er svo lítill kraftur í lífi mínu og þjónustu?“ Enri
svarar Guð: „Bænin er vanrækt. Þér fáið ekki, af því að þér biðj ið
ekki.“ Guð hefir séð fyrir því, að sérhvert barn hans geti lifað kraft-
miklu lífi og starfað með krafti. Ótakmarkaðan kraft sinn lætur
hann standa oss til boða. Margsinnis og með ýmsu móti segir hann
í orði sínu: „Biðjið, og yður mun gefast.“ Þúsundum saman hafa
menn tekið Guð á orðinu í þessu efni. Alltaf hefir það reynzt satt.
Hinir fyrstu kristnu voru menn, sem höfðu geysimikinn kraft. Það
var mótstaða á þeim dögum, ákveðin, bitur og miskunnarlaus mót-
staða. Sú mótstaða, sem vér mætum, er barnaleikur hjá því. En starf-
ið sótti fram. Vér lesum oft staðhæfingar sem þessar: „Drottinn
bætti daglega í hópinn þeim, er frelsast létu.“ Post. 2. 47. „En marg-
ir þeirra, er heyrt höfðu orðið, tóku trú, og tala karlmanna varð um
fimm þúsundir.“ Post. 4. 4. „Og því fremur bættust trúaðir Drottni,
fjöldi bæði karla og kvenna.“ Post. 5. 14. Postularnir skýra sjálfir,
hver var leyndardómur ómótstæðilegs kraftar þeirra: „En vér mun-
um halda oss stöðugt að bæninni og þjónustu orðsins.“ Post. 6. 4.
En það voru ekki eingöngu leiðtogarnir, sem höfðu kraft Guðs í
lífi sínu og þjónustu, heldur líka óbreytta fólkið í frumsöfnuðinum.
Post. 2. 44.-47.; 4. 32.-37.; 2. 4.; 11. 19., 21. Post. 2. 42. sýnir,
hver var leyndardómur þessa mikla kraftar í lífi og starfi. „Þeir
héldu sér stöðuglega... við bænirnar.“ Guð hefir unun af að svara
bæn. „Ákalla mig,“ hrópar hann, „ég mun frelsa þig, og þú skalt
vegsama mig.“ Sálm. 50. 15. Sá staður er til, þar sem ávallt er unnt
að endurnýja kraft sinn. Sá staður er nálægð Drottins. „En þeir,
sem vona á Drottin, fá nýjan kraft; þeir fljúga upp á vængjum sem
ernir; þeir hlaupa og lýjast ekki, þeir ganga og þreytast ekki.“ Jes.
40. 31. Hvað er það venjulega lítill tími, sem kristinn maður notar
til bænar? Vér eigum of annríkt til að biðja. Þess vegna eigum vér
of annríkt til að eiga kraft. Vér störfum talsvert, en framkvæmum