Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 137
NORÐURLJÓSIÖ
137
lítið. Margar guðsþjónustur, en fáir frelsast. Kraft Guðs vantar í
lífi voru og starfi. Vér höfum ekki, af því að vér biðjum ekki.
Sumir gera lítið með bænina, kjósa heldur athafnir. Þeir gleyma
því, að í sögu safnaðar Guðs hafa bænamennirnir framkvæmt mest.
Sumir trúa að nafninu til á mátt bænar, en ekki einum af þúsundi er
Ijós kraftur hennar. Hvað tekur þú mikinn tíma til bæna á dag? Það
var snilldarbragð djöfulsins, þegar hann kom söfnuði Guðs og þjón-
um hans til að leggja svo almennt til hliðar hið máttuga vopn bænar-
innar. Djöfullinn er alveg fús til þess, að alls konar félagsskapur
dafni í söfnuði Guðs til að vinna heiminn fyrir Krist, ef söfnuður-
inn aðeins hættir að biðja. Hann lítur yfir söfnuð Guðs nú á dögum
og segir í hálfum hljóðum: „Þið megið hafa ykkar sunnudagaskóla,
ylkkar K.F.U.M. og K.F.U.K. og ykkar æskulýðsfélög og ykkar miklu
kirkjukóra, ágætu orgel, ljómandi predikara og vakningarvikur, e/
þið hleypið ekki krafti almáttugs Guðs inn í þetta með því að leita
hans og öðlast hann vegna einlægrar, stöðugrar, voldugrar, trúar
bænar.“ Djöfullinn er ekki hræddur við vel skipulagt starf. Hann er
aðeins hræddur við Guð. Skipulagt starf án bænar, er skipulagt starf
án Guðs. En þegar fól'k kemur fram, sem trúir á hæn, sem biður á
þann hátt, er biblían kennir oss að biðja, þá framkvæmir hænin eins
mikið nú og nokkru sinni áður. Bænin getur gert sérhvað það, sem
Guð getur gert. Því að armleggur Guðs svarar snertingu bænarinn-
ar. Bænin er sá lykill, sem opnar upp á gátt hin ótæmanlegu forða-
búr guðlegrar náðar og kraftar. „Biðjið, og yður mun gefast,“
hrópar vor himneski faðir, þegar hann galopnar dyrnar á guðlegri
fjárhirzlu sinni. Allir hlutir eru mögulegir fyrir Guði. Þess vegna er
bænin ahnáttug.
Saga kristinnar kirkju og ævisögur kristinna manna sýna sem
myndir þann sannleika, sem orð Guðs kennir um bæn. Á öllum tím-
um kristninnar, úr öllum stéttum þj óðfélagsins, hefir komið fram
fólk, sem með einfaldri, barnslegri trú hefir trúað því, sem biblían
segir um bæn. Það hefir beðið og öðlazt. En hvað er sumt af því,
sem bænin hefir kraft til að framkvæma?
1. Bænin hefir kraft til að gefa sanna þekkingu á sjálfum oss og
þörfum vorum. Ekkert er oss nauðsynlegra en að þekkja sjálfa oss,
veikleika vora, syndugleik, eigingirni vora, að í oss, það er að segja
í holdi voru, býr ekkert gott. Róm. 7. 18. Menn, sem klæðzt hafa
krafti Guðs, hafa venjulega áður séð sjálfa sig fyrst sem algerlega