Norðurljósið - 01.01.1972, Qupperneq 139
NOR0URLJÓSIB
139
3. Bænin hefir kraft til að halda oss uppi, styrkja skref vor og
gefa sigur yfir freistingum. „Styrk þú skref mín á stigum þínum, að
mér skriki ekki fótur“ (Ensk þýð.), hrópaði Davíð. Sálm. 17. 5.
Sjálfur Jesús sagði við lærisveina sína, er reynslustundin nálgaðist:
„Biðjið, að þér fallið ekki í freistni.“ Lúk. 22. 40. Lærisveinarnir
hlýddu ekki aðvörun hans. Þeir sváfu, þegar þeir hefðu átt að biðja.
Er freistingin mætti þeim skömmu síðar, brugðust þeir algerlega.
En Jesús sjálfur notaði nóttina til bæna. Næsta dag, þegar harðasta
freisting, er mætt hefir nokkrum manni, skall yfir hann, hrósaði
hann dýrlegum sigri. Vér getum unnið sigur yfir sérhverri freist-
ingu, ef vér viljum búa oss undir hana og mæta henni með bæn.
Margir af oss leiðast í ósigur og afneitum Drottni eins og Pétur, af
því að vér sofum, þegar vér ættum að biðja.
4. Bænin hefir kraft til að stjórna tungum vorum. Margur er sá
Ikristinn maður, sem þráð hefir fyllingu kraftar í trúarlífi sínu og
þjónustu, en finnur, að hann öðlast hana ekki vegna óstjórnandi
tungu. Af beizkri reynslu hefir hann lært sannleikann í orðum
Jakobs: „Tunguna getur enginn maður tamið.“ Jak. 3. 8. Þótt eng-
inn maður geti tamið hana, getur Guð það og vill gera það sem svar
við trúarbæn. Vilji einhver í einlægni og trú biðja með Davíð: „Set
þú, Drottinn, vörð fyrir munn minn, gæzlu fyrir dyr vara minna,“
Sálm. 141. 3., mun Guð gera það. Margar eru þær, stjórnlausu tung-
urnar, sem orðið hafa undirgefnar á þennan hátt. Tungur, sem voru
eins hvassar og biturt sverð, hafa lært að mæla orð mildi og náðar.
Fyrir Guði er enginn hlutur ómögulegur.
5. Bænin hefir kraft til að færa oss vizku. Orð Guðs er mjög
skorinort í þessu atriði: „En ef einhvern yðar brestur vizku, þá biðji
hann Guð, sem gefur öllum örlátlega og átölulaust, og mun honum
gefast.“ Jak. 1. 5. Þetta er skýrt fyrirheit, ekkert getur tekið því
fram. Vér getuin öðlazt vizku, vizku sjálfs Guðs, hvenær sem vér
stöndum á vegamótum lífsins. Guð ætlast ekki til þess, að börnin
hans fálmi fyrir sér í myrkri. Ótakmörkuð vizka hans stendur þeim
til boða. Hið eina, sem hann krefst af oss er það, að vér biðjum,
biðjum í trú. Jak. 1. 7. Mörg reikum vér um í myrkri í stað þess að
njóta vizku hans, blátt áfram af því að vér biðjum hann ekki. Hann
þráir mjög, að vér þekkjum veg hans og er fús að gera oss hann
kunnan, ef vér biðjum. Ó, sú gleði að þekkja veg Guðs og að ganga