Norðurljósið - 01.01.1972, Side 141
NORÐURLJÓSIÐ
141
ustu og Kristi líkustu mönnum, sem verið hafa uppi, var John Welch,
tengdasonur John Knox, mikla, skozka siðbótarmannsins. Það er
sagt, að hann hafi tekið þriðjung tíma síns til hænar og oft verið alla
nóttina á bæn. Mörg dæmi mætti nefna um kraft bænarinnar til að
breyta líferni voru í líkingu Krists. í bæninni lítum vér upp í aug-
lit Guðs, „speglum dýrð Drottins og umbreytumst til hinnar sömu
myndar, frá dýrð til dýrðar.“ 2. Kor. 3. 18.
8. Bænin hefir einnig kraft til að flytja fyllingu kraftar Guðs inn
í starf vort. Þegar frumsöfnuðurinn mætti ósigrandi tálmunum,
„hófu þeir með einum huga raust sína til Guðs“ Post. 4. 24. „Og er
þeir höfðu beðizt fyrir,“ kom krafturinn og sópaði öllum tálmunum
á undan sér. Post. 4. 31.—33.; 5. 14. Þráir þú kraft Guðs í starfi
þínu í sunnudagaskólanum, í persónulegum samtölum, í predikun
þinni, í uppeldi barnanna þinna? Bið um hann. Haltu áfram að
biðja Guð, þangað til þú öðlast hann. „Þeir ættu stöðugt að biðja
og ekki þreytast.“ Lúk. 18. 1.
Ég mun aldrei gleyma þeirri sjón, sem ég e'nu sinni sá. Kona
nokkur, ekki mjög vön að tala opinberlega, var beðin að ávarpa
mjög fjölmenna samkomu. Þar voru margir helztu klerkar allra
evangeliskra k’rkjudeilda, margir menn, frægir fyrir mannúðarstörf
og stj órnmálastörf. Er konan fór að tala, sló þögn á áheyrendur,
þeir hrifust, viknuðu og breyttust. Óboðin tár runnu niður kinnar
þeim. Áhrifin, sem margir urðu fyrir, voru ekki aðe:ns heilnæm,
heldur varanleg. Ræðan var dásamlega kröftug. Leyndardómur
hennar var sá, sem fáir þekktu, að konan hafði alla nóttina á undan
legið fram á auglit s:tt frammi fyrir Guði í bæn.
Móðir nokkur kom einu sinni til mín, henni leið mjög illa vegna
drengsins síns. JTann var eitt hið óstjórnlegasta barn, sem ég hefi
nokkru sinni þekkt. „Hvað á ég að gera?“ hrópaði hún. „Bið þú.“
Það gerði hún, með nýrri ákveðni, einlægni og trú. Breyting kom
bráðlega, ef ekki undireins, og hún hefir haldið áfram til þessa
dags. Við getum öll fengið kraft til þjónustu okkar, ef við aðeins
viljum trúa fyrirheitum Guðs um bæn og uppfylla skilyrði sigrandi
bænar, grípa föstu taki í Guð með áleitni, heilagri djörfungu, sem
vill ekki þiggja nei sem svar.
9. Það er ekki einungis, að bænamaðurinn geti haft kraft í eigin
lífi og þjónusttt. Hann getur haft kraft í lífi og þjónustu annarra.
Bænin hefir kraft lil að færa öðrum hjálpræði. „Ef einhver sér bróð-