Norðurljósið - 01.01.1972, Side 142
142
NORÐURLJ ÓSIÐ
ur sinn drýgja synd, sem ekki er til dauða, þá skal hann biðja, og
Guð mun gefa honum líf, þeim sem ekki syndgar til dauða“ 1. Jóh.
5. 16. Bænin sigrar öðrum til hjálpræðis, þegar sérhvað annað hregzt
þeim til hjálpræðis. Það er lítill vafi á því, að Sál frá Tarsus, hættu-
legasti, mannlegi óvinurinn, er söfnuður Krists hefir nokkru sinni
átt, varð sem svar við bæn Páll postuli. Enginn þekkir tölu þeirra
karla og kvenna, sem algerlega virtist vonlaust um, að nokkurn
tíma mundu frelsast. Þó hafa þau gert það, svo að bænasvarið var
beint og augljóst.
Bænin leiðir blessun yfir söfnuð. Hún leysir deilur, eyðir mis-
skilningi, upprætir trúarvillur og færir náðarríka vaknngu frá Guði.
Á dögum dr. Thomas Skinner í Fíladelfíu, U.S.A., komu þrír guðs-
menn saman í lestrarstofu hans til að biðja. „Þeir bókstaflega
glímdu í hæn“ (sbr. Jakob 1. Mós. 32. Þýð.). Eftir þessa samkomu
kom kröftug vakning í þeirri borg. Ein hin frægasta, útbreiddasta
og varanlegasta vakning, sem Bandaríkin hafa þekkt, samkvæmt því
sem mr. Finney segir frá, spratt upp af bænum auðmjúkrar konu,
sem aldrei hafði séð vakningu, en var leidd til þess að hiðja Guð
um hana. Einhver brýnasta þörf nútímans er sú, að einhver af börn-
um Guðs vilji helga sig því: að ákalla Guð, unz hann vitjar þessa
lands aftur með kröftugri úthellingu Anda síns. A liðnum tímum
hafa verið miklar vakningar án mjög mikillar predikunar og með
nærri því engri skipulagningu. Það hafa aldrei verið miklar og
sannar vakningar án mikillar hænar. Margar svo nefndar nútíma-
vakningar eru mannaverk. Sannar vakningar kom niður sem svar
við bæn.
Bænin gefur vizku og kraft þeim, sem þjóna fagnaðarerindinu.
Páll var óviðjafnanlegur predikari og starfsmaður, en svo mjög
fann hann þörf sína á hænum Guðs fólks, að hann bað sérhvern
söfnuð, sem hann skrifaði, að biðja fyrir sér, að undanteknum ein-
um (hinum fráföllnu Galatamönnum).
Það hefir sýnt sig aftur og aftur, að bænin getur l>reytt lélegum
predikara í góðan. Ef þið eruð ekki ánægð með safnaðarhirðinn,
biðjið fyrir honum. Haldið áfram að biðja fyrir honum, og brátt
munuð þið fá hetri orðsins þjón. Margir trúaðir gera sér lítið ljóst,
hve mikinn þátt þeir eiga í því, hvort predikun safnaðarhirðis þeirra
er kröftug eða kraftlaus, með því að hiðja, eða vanrækja að biðja
fyrir honum. Kraftur bænar nær yfir úthöfin og umhverfis jörðina,