Norðurljósið - 01.01.1972, Side 143
NORÐURLJ ÓSIÐ
143
Við getum lagt fram okkar skerf með bænum okkar til afturhvarfs
heiðingja og boðunar orðsins um allan heiminn. Án vafa þarf fleiri
trúboða og meiri peninga til kristniboðsstarfsins, en mesta þörf
kristniboðsstarfsins er bæn.
Það er sorgleg staðreynd, að mikið af því fé, sem gefið er til
kristniboðsstarfs, fer að miklu leyti í súginn. Það er ekki nóg af
skynsamlegri bæn á bak við gjafirnar.
Það er mikill kraftur í bæninni. Hún á mikinn þátt í því, að vér
öðlumst fyllingu kraftar í kristilegu lífi og starfi. Maður, sem vill
ekki ta'ka sér tíma til bænar, getur alveg eins vel sleppt allri von um
að öðlast fyllingu þess kraftar, sem Guð hefir handa honum. Það eru
þeir, sem bíða eftir Drottni, sem endurnýja kraft sinn. Jes. 40. 31.
(Ensk þýð.). Þegar beðið er eftir Drottni, er það eitthvað annað
en að eyða fáeinum mínútum við upphaf og endi hvers dags og hafa
yfir einhver steinrunnin bænarorð. „BÍÐIÐ EFTIR DROTTNI“.
Sönn bæn tekur tíma og umhugsun, en hún sparar mikinn tíma. Það
er öruggt að minnsta kosti, að vér verðum að vera bænamenn og
bænakonur, ef vér eigum að þekkja fyllingu kraftarins.
5. KAFLI.
Kraftur lífs, sem er gefið Guði.
„Krafturinn tilheyrir Guði,“ en það er með einu skilyrði, sem
þessi kraftur er veittur oss. Það slkilyrði er: að gefa sig alveg Guði
á vald. Vér lesum í Róm. 6. 13.: „Frambjóðið ekki heldur syndinni
limi yðar að ranglætisvopnum, heldur frambjóðið sjálfa yður Guði
sem lifnaða frá dauðum og limi yðar Guði sem réttlætisvopn.“ Enn-
fremur lesum vér í Róm. 6. 22.: „En nú, með því að þér eruð leystir
frá syndinni, en eruð orðnir þjónar Guðs, þá hafið þér ávöxt yðar
til helgunar og eilíft líf að lokum“. Lykillinn að blessun og krafti
er í þessum ritningargreinum. „Frambjóðið sjálfa yður Guði“. í
þessum orðum er fólginn allur leyndardómurinn. Með öðrum orð-
um: felið yður Guði algerlega á vald, svo að þér séuð eign hans,
svo að hann megi gera það við yður, sem hann vill, og notað yður
sem hann vill. Þetta er hið viturlegasta, sem nokkur maður getur
gert við sjálfan sig. Með því að gera þetta, hefir hann tryggt sér
alla þá blessun, sem mönnum er unnt að öðlast. Dag eftir dag og ár
eftir ár mun hún veitast honum í síauknum mæli, Ef einhver maður