Norðurljósið - 01.01.1972, Side 144
144
NORÐURLJÓSIÐ
spyr: „Hya® er hið eina, sem ég á að gera, ef ég vil þekkja allt, sem
Guð hefir handa mér?“ þá er svarið mjög einfalt. Gefðu þig Guði
algerlega á vald, segðu við hann: „Himneski faðir, héðan í frá á ég
engan vilja sjálfur, þinn vilji verði í mér, starfi fyrir mig, með mér
og viðvíkjandi mér í öllum hlutum. An nokkurra skilyrða legg ég
mig algerlega í þínar hendur, til þess að þú gerir það við m:g, sem
þú vilt.“ Yið þann mann, sem þetta gerir, mun Guð, sem er óendan-
legur kærleikur, ótæmandi vísdómur og ótakmarkaður kraftur gera
það, sem er allra hezt, með þann mann. Það getur verið, að vér sjá-
um það ekki þegar í stað, hvað er hezt, en það er það samt, og fyrr
eða síðar mun það sjást. Fyrr eða síðar mun Guð fylla hjarta þess
manns, sem gefur sig honum algerlega, með ljósi og gleði og fylla
líf hans með krafti. Alger uppgjöf frammi fyrir Guði er leyndar-
dómur blessunar og kraftar. Vér skulum líta á sumt af því, sem
biblían segir ákveðið, að þeir fái, sem gefa sig Guði algerlega.
1. Þér munuð finna í Jóh. 7. 17.: „Ef sá er nokkur, sem vill gera
vilja hans, hann mun komast að raun um kenninguna“ (Ensk þýð.).
Þekking á sannleikanum kemur með undirgefni viljans. Andlega
sjón;n skýrist bezt með undirgefni við vilja Guðs. „Guð er Ijós, og
myrkur er alls ekki í honum.“ 1. Jóh. 1. 5. Uppgjöfin fyrir Guði
opnar augu vor fyrir Ijósinu, sem er hann sjálfur. Hún færir oss
undireins í samræmi við allan sannleikann. Eiginvilji eða synd
blinda andlegu sjónina öllu öðru fremur.
Ég hefi séð spurningar, sem þjáðu menn árum saman, fá lausn á
mjög skömmum tíma, þegar þessir menn hlátt áfram gáfust upp fyr-
ir Guði. Það, sem áður var svart sem nóttin, varð þá hjart sem dags-
birtan.
Hver er rótin að nálega allri efahyggju í heiminum? Vilji, sem
er ekki lagður undir Guðs vald. Þér, sem eruð full af efa og spurn-
ingum, viljið þér ekki fá fullvissu í staðinn fyr:r efann? Gefið yður
Guði á vald. Ó, þér, sem brjótizt um í forinni, vilj:ð þér, að fætur
yðar fái fótfestu á kletti? Gefið yður Guði á vald. Þér, sem fálmið
í myrkrinu, viljið þér fá að sjá veginn framundan yður? Gefið yður
Guði á vald. M'kilvægustu sannindin, er snerta tíma og eilífð, er
ekki unnt að læra með rannsóknum einum og námi. Ekki er unnt að
finna þau með rökræðum. T>au verður að sjá. Sá einn getur séð þau,
sem hefir fengið augu sín hreinsuð með algerri uppgjöf fyrir Guði.
Jesús segir: „Augað er lampi líkamans, ef því auga þitt er heilt, þá