Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 145
NORÐURLJÓSIÐ
145
mun allur líkami þinn vera í birtu; en sé auga þitt sjúkt, þá mun
allur líkami þinn vera í myrkri; ef því ljósið í þér er myrkur, hve
mikið verður þá myrkrið.“ Matt. 6. 22.—23. Líf og vilji, gefin
Guði á vald, er leyndardómur ljóss og þekkingar. Margur er sá mað-
ur, sem hefir trúað mér fyrir því, að hann reikaði um i myrkrinu,
vissi ekki, hverju hann trúði, eða hvort hann trúði nokkru. Ég hefi
lagt fyrir slíkan mann þessar spurningar: „Viltu gefa vilja þinn á
vald Guðs? Viltu gefa sjálfan þig Guði, svo að hann megi gera við
þig, hvað sem hann vill?“ Aldrei hefir það komið fyrir, að maður,
sem þetta hefir gert, hafi ekki komið aftur til mín og sagt: „Efa-
semdir mínar eru horfnar. Óvissa mín er farin, myrkrið, sem ég var
í, er horfið. Allt er nú orðið ljóst.“
2. Annar árangur þessa undirgefna vilja og lífs er kraftur í bæn.
Dýpsti leyndardómur sigrandi bænar er það, sem er í 1. Jóh. 3.22.
„Og hvað, sem vér biðjum um, fáum vér hjá honum, af því að vér
höldum boðorð hans og gerum það, sem honum er þóknanlegt.“
Gefið gaum þessum dásamlegu orðum: „Hvað, sem vér biðjum um,
fáum vér hjá honum“, hugsið um þetta! Ekki nokkur bæn, stór eða
lítil, verður án bænheyrslu. Það veitist, sem beðið er um. Gefið síð-
an ástæðunni gaum: „Af því að vér höldum boðorð hans og gerum
það, sem honum er þóknanlegt.“ Leyndardómur sigrandi hænar er
þá líf, sem er alveg helgað því að gjöra Guðs vilja, eins og hann er
opinberaður í orði hans, líf, sem er algerlega undir vilja Guðs, líf,
sem Guð fær alveg að ráða yfir. t>ú spyrð, hvers vegna þú fáir ekki
það, sem þú biður um, hvers vegna þú getur ekki sagt eins og
Jóhannes: „Ég fæ, hvað sem ég hið um“. T>að var ekki vegna þess,
að hann var postuli, en þú aðeins óbreyttur kristinn maður. Það var
vegna þess, að hann gat sagt: „Ég varðveiti boðorð hans og gjöri
það (og aðeins það), sem honum er þóknanlegt“, en þú getur ekki
sagt það. Þetta var vegna þess, að líf hans var alveg gefið Guði,
en þitt líf er það ekki. Það er margt fólk ráðþrota vegna þess, að
hænir þess virðast aldrei ná Guði til eyrna, heldur falla máttlausar
aftur til jarðar. Þetta er enginn leyndardómur. Þetta er vegna þess,
að það hefir ekki uppfyllt eina frumsk'lyrði sigrandi hænar, sem er:
Guði gefinn vilji, líf gefið Guði. Þegar við gerum Guðs vilja að
vorum vilja, þá er það, að hann gerir vilja sinn að vorum vilja.
„Gleð þig einnig í Drottni, hann mun uppfylla þrá hjarta þíns“
Sálm. 37. 4. (Ensk þýð.). Jesús sagði við föðurinn: „Þú heyrir mig