Norðurljósið - 01.01.1972, Side 146
146
NORÐURLJÓSIÐ
ávallt“ Jóh. 11. 42. (Ensk þýð.). „Ó,“ segir þú, „það var vegna þess,
að hann var einkasonur Guðs.“ Alls ekki, heldur vegna þess að
Jesús gat sagt: „Eg hefi stigið niður af himni, ekki til þess að gera
vilja minn, heldur vilja þess, er sendi mig“ Jóh. 6. 38. „Minn matur
er að gera vilja þess, sem sendi mig, og fullkomna hans verk“ Jóh. 4.
34. „Sjá, ég er kominn . .. td að gera vilja þinn, Guð minn“ Heh.
10. 7.
Guði gefinn vilji og líf gefið Guði er hinn mikli leyndardómur
sigrandi bænar. Ef til vill sker George Miiller sig úr öllum í vorri
kynslóð sem sá maður, er framkvæmt hafi hlutina með bæn. Vegna
hvers? Vegna þess að fyrir mörgum árum ákvað hann að vera og
að gera aðeins það, sem Guð vildi láta hann vera og gera, og dag-
lega lesa Guðs orð með djúpri íhugun, til þess að hann mætti þekkja
vilja hans. Hann gaf sjálfan sig Guði. Það er enginn af oss, sem ekki
gæti orðið máttugur höfðingi fyrir Guði, ef vér viljum gera hið
sama.
3. Hjarta, fullt af yfirfljótandi gleði, er hið næsta, sem fylgir því,
að viljinn sé alveg lagður undir Guð. Jesús sagði við lærisveina
sína, þótt hann stæði andspænis hræðilegri reynslu og kvöl, sem beið
hans: „Ef þér haldið mín boðorð, þá standið þér stöðugir í elska
minni, eins og ég hefi haldið boðorð föður míns og stend stöðugur
í elsku hans. Þetta hefi ég talað til yðar, til þess að fögnuður minn
sé hjá yður og fögnuður yðar fullkomnist“ Jóh. 15. 10., 11. Jesús
hafði fundið gleði í að varðveita boðorð föður síns með algerri
undirgefni við vilja hans. Ef lærisveinarnir vildu ganga þá braut,
mundi fögnuður hans vera í þe;m og gleði þeirra verða fullkomin.
Þetta er eina leiðin til að öðlast fyllingu gleðinnar: alger, skilyrðis-
laus undirgefni við Guð. „Gefið yður Guði á vald“. Það er ekki mjög
mikill fögnuður í hálfshugar trúarlífi. Margir svonefndir kr:stnir
menn eiga aðeins „nóga trú til að gjöra þá dapra.“ Þeir geta ekki
lengur notið heimsins, og þeir hafa ekki gengið inn til „fagnaðar
herra síns“. Þeir standa uppi án „graslauks, lauks og hvítlauks
Egiftalands“ og eru án mjólkur og hunangs og úrvalshveit's Kana-
anslands. Þetta er mesti leiðindastaður. Leiðin þaðan er blátt áfram
alger uppgjöf fyr:r Guði. Þá mun gleði þín verða fullkomin. Ég hefi
þekkt svo marga, sem öðlazt hafa þessa fyllingu gleðinnar. Stundum
hefir það verið eftir mikla haráttu. Þeir voru svo hrældir við að
gefa sig Guði algerlega, hræddir við að segja: „Ó, Guð, ég legg mig