Norðurljósið - 01.01.1972, Page 151
NORÐURLJÓSIÐ
151
hann sá þetta látlausa hús, sem verða skyldi heimili hans næstu tólf
mánuði. Þetta var gott, hreint, snoturt hús. Það var ekkert líkt því,
sem hann hafði vanizt. Hvað þá gistihúsunum, sem hann bjó í á tíð-
um ferðalögum að heiman. Hann skellti aftur hurðinni á Jagúarn-
um sínum og ýtti hliðinu opnu. Af ásettu ráði gekk hann rólega upp
götuna með hendur dj úpt í vösum. „Alveg eins og fýlulegur krakki,“
spottaði einhver innri rödd hann. Hann skipti sér ekki af henni, en
knúði fast dyra.
Kona kom til dyra. Hún var lítil, dökk yfirlitum og gráhærð. Hún
brosti til hans og sagði, er hann kynnti sig ekki. „Það er enginn vafi
á því, hver þú ert. Þú ert eins og faðir þinn var fyrir 30 árum.
Komdu inn, Greg. Ég er frú Rush.“ Hann fylgdi henni inn eftir
forn-tízkulegum gangi, sem lá til stórrar stofu, sem þannig var út-
búin, að hann gat ekki ákveðið, hvort hún var dagstofa eða eldhús.
Á borðinu voru bollar, undirskálar og bollur. Nýlega bökuð kaka
stóð á öðrum enda borðsins.
„Fjölskyldan kemur hingað, hvenær sem er úr þessu, til að drekka
síðdegis-teið,“ sagði húsmóðir hans og bætti við aukabolla og diski
og undirskál á borðið. „Hér kemur dráttarvélin.“
Brátt heyrðist þungt fótatak, suða í rennandi valni og karlmanna
raddir. Ungur maður á aldur við Greg kom fyrstur inn. Fyrst í stað
tók hann ekki eftir gestinum, er sat hinum megin í herberginu.
„Halló, Jaime,“ heilsaði konan honum.
„Hæ, mamma! Það er góður ilmur af þessari köku.“
„Jæja, hún er of heit til að borða hana, svo komdu ekki við hana,“
aðvaraði hún um leið og hún sneri sér að Greg til að kynna þá.
„Jamie, þetta er Greg. Þetta er elzti sonur minn, Jamie.“
„Jim að réttu nafni,“ sagði ungi maðurinn brosandi. „Mömmurn-
ar eru ólæknandi, eins og þú veizt.“
„Það gæti ég ekki vitað, þar sem ég á enga,“ var kuldalega svar-
að. í framrétta hönd hans var ekki tekið, því að athygli gestsins
beindist að risavöxnum manni, sem var nýkominn í stofuna.
„Jæja, drengur minn, það þarf ekki að kynna þig.“ Rödd Ben
Rush var hlý, en sterk og átti við stærð hans. Einhver virðingar-
kennd kom Greg til að standa á fætur og taka í framrétta hönd hans.
En hann gat varla látið vera að gretta sig af sársauka, svo fast var
tak hins.