Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 153
NORÐURLJÓSIB
153
vegna þú ert kominn hingað. Ég væri þér þakklátur, ef þú létir það
haldast. Billie er enn í skóla, og á aldri hugsunarleysis gæti hann
sært með ónytju tali. Sharon er aðeins heima um helgar, svo að við
teljum ekki nauðsynlegt að segja henni það.“
„Og Alison?“ Greg var stuttur í spuna.
„Nefndi faðir þinn hana ekki við þig?“
„Hann nefndi ekkert ykkar sérstaklega.“
„Alison er blind.“
Þessi setning, þótt hún væri stutt, gerði Greg orðlausan. Langt
andartak gat hugur hans ekki skilið það, sem hann hafði heyrt.
Blind! Þessi fagra kona sjónlaus. Það gat ekki verið.
„Þú ert að gera að gamni þínu,“ sagði hann loksins.
„Heldur þú, að ég hefði slíkt að gamanmálum?“ Avítun lá í rómi
stóra mannsins. „Hún lenti í slysi fyrir 10 mánuðum. Þótt læknar
finni enga ástæðu þess, að hún er blind, þá er það staðreynd engu
að síður. Þeir halda, að ef til vill með tímanum geti hún smámsam-
an fengið sjónina. En þótt svo færi, þá líða ár fyrr en það byrjar.“
Greg stökk á fætur. Reiðiblær var á andliti hans. „Eins og ég
mundi.. .“ Hann hætti og settist niður og mætti ekki augnaráði
húsbónda síns.
„Eg sé þú skilur mig. Þú ert hérna vegna ábyrgðarleysis þíns.
Þótt ég álíti ekki eitt andarlak, að þú mundir ganga framhjá Alison,
ef hún þarfnaðist hjálpar þinnar, þá vil ég samt ekki, að hún sé í
nokkrum vafa. Margs konar efi og ótti sækir að blindu fólki, Greg,
meira en við gizkum á. Ég treysti þér til að bæta ekki við það hjá
Alison.“
Greg var bæði reiður og skömmustufullur. Ilann vissi, að það,
sem maðurinn hafði sagt, var satt. En hann skammaðist sín fyrir,
að það hafði verið nauðsynlegt fyrir manninn að tala þannig við
hann. Áður en hann gat nokkuð sagt, hélt Ben Rush áfram:
„Ég vil, að þú vitir, að þú ert velkominn hérna, Greg. Fortíð þín
er að baki, og lánist þér framtíðin vel, verður enginn glaðari en ég.
Nú skaltu koma þér fyrir, meðan ég fer í fjósið.“ Hann skálmaði út
úr herberginu og skildi Greg einan eftir með hugsanir sínar, sem
ekki voru of skemmtilegar.
Hann skildi nú svipbrigði fólksins, er hann hafði næstum neitað
að taka í framboðna höndina hennar Alison. Hann hafði haldið, að
þetta væri vegna þess, að hún vissi, hvers vegna hann væri kominn