Norðurljósið - 01.01.1972, Qupperneq 157
NORÐURLJÓSIÐ
157
engin uppgerð, eins og Greg hafði svo margoft kynnzt og sjálfur
tamið sér, er honum fannst það hentast.
Hann hélt fast við ákvörðun sína, að yfirgefa morgunverðarhorð-
ið á undan lestrinum. Honum til undrunar hafði enginn reynt að
hindra hann eða svo mikið sem látið vanþóknun sína i ljós með
augnaráðinu. Þetta var honum gáta, en hann hafði fyrir löngu lært
þá list að ýta öllum gátum inn í hugarfylgsnin og skipta sér ekkert
meir af þeim. Þessi gáta var engin undantekning.
Á föstudagskvöldið kom Sharon heim, greind, hláturmild átján
ára stúlka. Lífsþróttur hennar og viðbragðshraði var í andstæðu
við hæglæti hennar Alison. Hún heilsaði systur sinni af innileik og
sjaldgæft bros ljómaði á ásjónu hennar. Er Greg sá það hros, hrökk
hann óvænt við. Þetta var fyrsta ánægjubrosið, sem hann hafði séð
á andliti hennar. Eitt andartak breytti það henni svo, að hún hefði
getað verið eins eðlileg og athafnasöm og syst'r liennar. En svo lagð-
ist kyrrðin yfir hana aftur, er Sharon fór að heilsa hinu fólkinu.
Það var kyrrð, ekki sljóleiki, sem greip hana, gerði hann sér
ljóst. Það var líkt og hún hefði þjálfað sig, svo að hún væri alltaf
róleg og svipbrigðalaus, til þess að innri tilf'nningar kæmu aldrei í
ljós. Innifyrir hlaut óánægjan að sjóða í henni. Ævi hennar hlaut
að vera sífelldur ótti, ótti við að villast, detta, reka sig á hluti, og
öllu öðru fremur óttinn við þessa endalausu nótt, sem nú var orðin
hlutskipti hennar.
Hann sneri sér frá henni, snögglega gramur við sjálfan sig. Hann
var dæmdur, svo að segja, til að vera hér. Ætlun hans var að vinna
sín verk og kynnast ekki fjölskyldunni. Samt var hann eftir fimm
daga farinn að hugsa meir um erfiðleika annarra en hann hafði
gert á ævinni áður. Þetta mátti ekki eiga sér stað. Ákveðinn gekk
hann á hurt frá þessum hamingjusama hópi.
Greg var sunnudagurinn heldur leiðinlegur dagur. Ekkert vai
gert nema mjólka kýrnar. Kl. 10.30 fór fjölskyldan í kirkju. Greg
hafði verið boðið. Skjótt og þurrlega neitaði hann boðinu. Einhver
sjálfsvarnar kennd kom honum til að segja, að honum fyndust
kirkjulegar þjónustugerðir leiðinlegar. Þess vegna færi hann aldrei.
Jim varð á svipinn eins og hann vildi hafa talað meir um þetta. En
þá kallaði móðir hans á hann, svo að hann varð að láta sér nægja að
segja: „Þér skjátlast þar. Það veiztu.“ Síðan fór hann.
Þegar húsið var orðið svo hljótt, að það bergmálaði í kringum