Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 161
NORÐURLJÓSIÐ
161
„Hvernig má það vera, að þú saknar ekki alls þessa? Er engin
beiskja í þér út af ósanngirninni í þessu öllu?“
Hún draup höfði. Ljósa hárið féll framyfir andlit hennar og
skýldi því.
„Það var fyrst. Hræðilega sterk gremja, sem bakaði mér eymd og
þeim, sem kringum mig voru. Ég hafði verið trúuð í þó nokkur ár á
undan slysinu. Ég sótti kirkju á hverjum sunnudegi og bað til Guðs
reglubundið. Hið hræðilega var það, að ég lét trú mína fara, þegar
ég þurfti mest á henni að halda. Ég gat ekki trúað því, að Guð léti
þetta koma fyrir mig. Ég fullvissaði sjálfa mig um það, að þetta
væri aðeins um stundarsakir, eitthvað, sem taugaáfall hafði valdið.
En tíminn leið, og sjónin brást. Ég fór að ásaka Guð fyrir það, sem
ég taldi mistök hjá honum. „Þetta voru slæmar vikur,“ kannaðist
hún við með lágum rómi.
„Er þessu hafði farið fram um nokkuð langa hríð, fór mér að
skiljast, hve heimsk ég hafði verið. Ég sá, að engu máli skipti,
hvernig ég lét, ég yrði blind áfram, gremja mín gæfi mér ekki sjón-
ina aftur. Ég fór að reyna að sætta mig við þetta, en fann, að ég gat
það ekki með eigin viljakrafti. Ég fór aftur að biðja, og er vikurn-
ar liðu hjá, fann ég, að ég hafði sætt mig við það. Ég knúði ekki
lengur fram bænir mínar. Ég komst nær Guði en nokkru sinni áður
á ævinni. Þegar ég gerði mér ljóst, að ástæða væri fyrir blindu
minni, lærði ég að vera þolinmóð undir hyrðinni. Dag frá degi varð
þetta léttara. Auðvitað koma oft enn slæmar stundir, en með Guð
við hlið mér, get ég sigrað.“
Greg þagði, þegar hún var hætt að tala. Hann íhugaði það, sem
hann hafði heyrt. Löng andartök liðu áður en hann sagði:
„Þú segir, að það sé ástæða fyrir blindu þinni, að hún sé hvorki
örlög eða slys. Hvað getur verið möguleg ástæða?“
„Ég veit það ekki, og ef til vill fæ ég aldrei að vita það fyrr en
ég er dáin og sé Drottin minn augliti til auglits. En ég veit með alveg
fullri vissu, að það er ástæða fyrir henni.“
Slík hlind trú var ofar skilningi Gregs. En hann fann til virðingar
gagnvart henni. Hún var honum ekkert, en Alison grundvöllur
lífsins.
T’etta, sem Alison hafði sagt, tolldi honum í minni næstu vikurn-
ar. Hann fann, að hann gaf henni gaum, ekki til að leita að merkj-