Norðurljósið - 01.01.1972, Síða 162
162
NORÐURLJÓSIÐ
um uppreisnar, heldur hins, að trúin hennar væri ekkert nema innan-
tóm orð. En þess fundust engin merki. Ekki gat hjá því farið, að
hún væri stundum niðurdregin. En aldrei sýndi hún merki þess.
Um jólin gaf Ben Rush Greg fjögurra daga fj arvistarleyfi. Það
var óvænt ánægja. Hann ók til Wellington, fannst hann hafa verið
í útlegð í tvo mánuði og gat varla beðið þess að hedsa gömlum vin-
um sínum.
Einhvern veginn var allt breytt. 1 æðisgenginni hringferð sam-
kvæma, dansleikja og sundferða í tunglsljós'nu fann hann sig ekki
samstiga félögum sínum. Honum var þetta skapraun, en þeim efni
æsingar, svo að allir urðu jafnglaðir, þegar hann fór.
Hann ók aftur heim til Rush fólksins, sokkinn niður í hugsanir
sinar. Honum var ráðgáta, hvað hafði komið fyrir. Hann gat ekki
fundið, að hann hefði breytzt eða vinir hans. Samt var komið bil
á milli þeirra.
Allt var svipað á bænum og það var, þegar hann fór. Billie var
nú að njóta sumarleyfis síns. Hann dáðist mjög að bifreið Gregs og
Jeitaði alltaf ástæðu til að fá að hreinsa hana. Hann horfði með
unun á rykuga málninguna.
„Hún þarfnast hreinsunar,“ var kveðja hans.
„Áreiðanlega,“ samþykkti Greg alvarlegur. „Nokkurt tilboð?“
„Jæja, ég get ef til vill fengið tíma til þess.“ Ánægjan í rómi
Billie var annað en það, sem orðin tjáðu.
Frú Rush heilsaði Greg eins hlýlega og hún hafði gert fyrst.
Þetta gerði Greg dálítið undrandi. Hann hafði ekki gert sér far um
að koma vingjarnlega fram. Alison bauð hann líka velkominn með
brosi, brosi, sem kom hjarta Gregs til að slá nokkuð ónotalega eitt
andartak, áður en hann næði valdi yfir því með beizkum, þögulum
orðum. „Hún er hluti af því lífi, sem þú varst rekinn út í af ráðrík-
um föður,“ hvíslaði hugur hans. „Hún er haldin trúarofstæki. Láttu
sem þú sjáir hana ekki.“ Hjarta hans komst í ró, og hann sneri sér
frá henni.
Heyskapurinn hættist nú ofan á annað. Greg barðist við að læra
að slá og að breiða hey. En þreytan á þeim dögum var ekkert í
samanburði við það, þegar farið var að flytja heyið í hlöðu. Það
varð að lyfta því upp á flutningsvagna og síðan koma því fyrir í
hlöðunni. En í öllum þessum önnum var ilmurinn af heyinu, fersk-