Norðurljósið - 01.01.1972, Síða 164
164
N ORÐURLJ ÓSIÐ
Hann veitti því athygli í fyrsta sinn, hve oft hún bað einhvern, þó
aldrei hann, að mæla það fyrir sig, sem hún var að prjóna. Hún
prjónaði mest af því, sem fjölskyldan þarfnaðist, og tók einnig verk-
efni af öðrum. Prj ónaskapurinn var eina iðnin, sem hún gat enn
gert vel.
Hún varð mjög ánægð, er hann gaf henni reglustiku, sem hann
hafði búið til. „Ég hefi merkt þumlungana með striki þvert yfir
reglustikuna, en hálfa þumlunga með hálfu striki,“ sagði hann. „Það
er dásamlegt,“ mælti hún, brosti ánægju hrosi og þuklaði reglustik-
una með áköfum höndum.
„Það gefur þér dálítið meira sjálfstæði,“ sagði hann klaufalega.
„Og öðrum meira frelsi,“ sagði hún og eftirsjá var í rödd hennar.
„Enginn sér eftir því, það veiztu,“ mælti hann hvassari rómi en
hann ætlaði. „Eg veit það, sagði hún. „Þið eruð öll dásamlega þolin-
móð við mig.“
„Þú hefir þolinmæðina, aðeins nýrð ofurlitlu af henni á aðra.“
Það var fleira en þetta, smáhlutir, sem enginn maður með sjón
mundi sakna. En sérhvað það, sem Greg gerði fyrir Alison, var
henni skref í átt að því sjálfstæði, sem hún þráði. Fögnuður hennar
var augljós og gerði Greg hamingjusaman.
Ekki liðu margar vikur áður en Greg hætti að standa upp frá
borðinu á morgnana. Hann hlustaði á, er Ben Rush las ritninguna
með djúpum, þægilegum rómi. Hann varð ekkert var við fyrri
feimni, en oft fann hann til óþolinmæði og óskaði þess, að lesturinn
væri búinn, svo að hann gæti farið út að vinna.
4. kafli. Greg elskar Alison.
Sumarhitinn var farinn að dvína, þegar Greg fór fyrst í spari-
fötin og fór að sækja guðsþjónustur í kapellunni ásamt Rush fjöl-
skyldunni. Hún hafði sýnt honum, að trú þeirra væri lifandi, þrótt-
mikil. Hann hafði séð hana sigra tálmanir dag eftir dag. Hann hafði
hlustað á fjölskyldu-bænirnar, uppgerðarlausar, einlægar bænir,
bornar fram í fullri trú, að Guð þeirra væri iillu æðri, og að allt,
sem hann gerði, væri gott og rétt. Nú fór hann sjálfur að leitast við
að finna Guð þeirra.
Hann vissi, að fjölskyldan, sem hann hafði lært að þekkja svo
vel, var að b’ðja fyrir honum. Hann gat líka gizkað á, að fólkið