Norðurljósið - 01.01.1972, Síða 167
NORÐURLJÓSIÐ
167
hafði hann átt svo sterka ánægju af umhverfi sínu eða notið slíkrar
gleði af vináttu annarra.
Heimköllun hans til föður síns kom eins og þruma úr heiðskíru
lofti. Hún svipti honum ofan af sælutindinum svo snögglega, að
hann náði ekki andanum. Hann settist niður með bréf föður síns í
hendinni. Honum varð allt í einu ljóst, að hann langaði ekki lengur
til að taka þátt í fyrirtæki föður síns. Hefðu málin ekki verið svo
alvarleg, hefði hann getað brosað að kaldhæðninni í þessu öllu.
Lækning hans hafði tekizt langtum betur en hann eða faðir hans
gátu séð fyrir.
Hann leit upp, er hann heyrði fótatak. Alison var að koma. Hún
stefndi til hans og var með bréf í hendinni. Hún virtist vita, hver
og hvar hann var.
„Handa þér,“ sagði hún og rétti honum bréfið. „Það var límt aft-
an á bakið á einu af bréfunum til hans pabba.“ Hún settist niður
hjá honum. „Þú virðist vera áhyggjufullur út af einhverju. Vonandi
eru það ekki slæmar fréttir?“
„Að vissu leyti. Ég hugsa það að minnsta kosti. Faðir minn hefir
sent eftir mér. Það virðist, að reynsluárið mitt sé á enda.“
„Reynsluár?“ Rómur hennar var vandræðalegur. Greg varð bylt
við, en gerði sér ljóst, að henni hafði aldrei verið sagt, hvers vegna
hann kom þangað. En hún varð að vita það. Hvernig gat hann ann-
ars vonast eftir að eignast hana?
Hægt og án þess að sleppa nokkru sagði hann sögu sína. Hann
þorði ekki að líta á hana, hræddur um, að tilfinningar hans kæmu í
ljós í rödd hans. Hann þagnaði að lokum og beið þess, að hún tæki
til máls.
„Mér datt þetta aldrei í hug,“ sagði hún hljóðlega. „Þegar þú
komst hingað fyrst, vissi ég, að eitthvað var að. En að það væri
svona, datt mér aldrei í hug.“
„Faðir þinn vildi láta það vera þannig. Hann vildi ekki, að þú
vissir þetta, ef vera kynni, að þú þyrftir einhvern tíma á hjálp minni
að halda. Hefði verið nokkur skuggi af efa í huga þínum, að þú
gætir treyst mér, þá gat farið svo, að þú bæðir mig ekki um hjálp.“
Alison brosti og gretti sig. „Eg bað þig svo oft um hjálp, af því
að þú varst alltaf svo góður.“
„Ekki var það ætlun mín í fyrstu,“ viðurkenndi hann skömmustu-
lega. „Þegar ég fór að skilja, hve vel þú mættir vandamálum, sem