Norðurljósið - 01.01.1972, Side 169
NORÐURLJÓSIÐ
169
Borna- 09 ungljngotidttur
1. KATRÍN ORÐHELDNA.
„Komdu Katrín!“ hrópaði Alísa. „Róbert og ég erum að fara út
að renna okkur. Við ætlum að reyna nýja sleðann minn hér uppi í
brekkunni.“ „0, það verður skemmtilegt,“ sagði Katrín. Svo stanz-
aði hún allt í einu. „Það er föstudagur í dag, og ég er alltaf vön að
fara til ömmu seinni part föstudags, þegar ég kem úr skólanum.“
„Þú getur farið á morgun,“ sagði Alísa. „Það er ekki nauðsynlegt
að fara í dag. Svo er hún nú ekki raunverulega amma þín.“ Það var
satt sem Alísa sagði, en henni þótti vænt um alla í fjölskyldunni.
Öðru hvoru fór hún í sendiferðir fyrir ömmu, sem ekki gat gengið
mjög langt, og öðru hverju fór hún aðeins að vitja um hana. Katrín
leit á nýja sleðann og andvarpaði. Henni þótti gaman að renna sér,
svo að ekki var létt að ákveða, hvað hún skyldi gera.
„Ég lofaði ömmu, að ég skyldi koma, og ég verð að halda orð
mín,“ sagði hún að lokum. „Allt í lagi, svo förum við,“ sagði Ró-
bert, og svo fóru þau hann og Alísa. Katrín lagði af stað niður
bröttu brekkuna á leið til húss ömmunnar. Það var kalt, og hún blés,
þegar hún komst á leiðarenda. Húsið hennar ömmu var eins og hún
sjálf, gamalt, en óvenju fallegt. Vanalega beið amma á tröppunum,
þegar Katrín kom, til að bjóða hana velkomna, en í þetta skipti var
hún ekki þar. Litla stúlkan harði tvisvar á gömlu hurðina, en ekkert
svar kom. „Amma er líklega úti í hænsnahúsinu að líta eftir ungun-
um,“ hugsaði Katrín, og flýtti sér bak við húsið, en stanzaði allt í
einu. „Amma, hvað hefir komið fyrir? Hefir þú dottið?“ Katrín
varð hrædd, er hún sá gömlu ömmu liggja þar á hæn, svo föl og
stillt. Með allri sinni orku reyndi hún að opna augun og brosa til
Katrínar. „Ég rann á hálkunni,“ sagði hún. „Ég held ég hafi bein-
brotnað. Vilt þú hringja í lækni. Símanúmerið hans er í hók hjá
símanum.“
Katrín hljóp af stað, fann númerið og hringdi til læknisins. Svo
fann hún gamalt teppi og breiddi það yfir gömlu ömmu. Hún reyndi
að gera það fyrir hana, sem hún gat.
Þegar luknirinn kom nokkrum mínútum seinna, hjálpaði Katrín
honum að koma ömmu inn í hlýtt eldhúsið, og eftir litla stund var