Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 174
174
NORÐURLJ ÓSIÐ
er ekkert barn lengur, ananð hvort hættir þú þessum þvættingi, og
það undir eins, eða ég fer að heiman, ég vil ekki heyra eitt orð af
þessu meir!“
Hann sá, hversu móðir hans hrökk við, eins og hún væri slegin,
en án þess að segja eitt orð meir, fór hún inn í stofuna og lét hurð-
ina á eftir sér. Eiríkur reis á fætur. A horðinu við gluggann lá
bihlía móður hans opin, og er hann gekk hjá, féllu augu hans á
nokkur vers, sem voru undirstrikuð með rauðu.
Eiríkur í Litlagarði hafði fengið eitthvað að hugsa um. Hann sá,
hversu hjarta móður hans blæddi af sorg yfir honum, en hann gjörði
sig þá enn harðari. Það hafði fryst um nóttina, og var kalt veður, en
af því að veðrið var að öðru leyti gott, þá fór Eiríkur út að plægja.
Síðdegis kom móðir hans, eins og hún var vön, til hans með drykk-
inn. Hestarnir stönzuðu undir eins, er þeir sáu hana, því að þeir
vissu, að hún hafði einn’g með nokkra brauðbita handa þeim. Eirík-
ur lagði jakkann frá sér á þúfu, og svo settust þau, móðirin og hann,
með matarkörfuna á milli sín.
Móðir hans var sem alltaf blíðleg, en sérlega fámælt, og hann vissi
orsökina. Hann hafði sjálfur neitað henni að tala um það, sem henni
lá mest á hjarta. Hann reyndi að segja eitthvað, en að lítilli stundu
liðinni varð aftur þögn. Móðir hans sat álút og horfði niður í gras-
ið. Þegar hann einu sinni skotraði augum til hennar, sá hann, að
hún sat og grét. Tárin hrundu niður á hið hrímaða gras, og hann
sá hrímið þiðna undan tárunum. Varir hans voru klemmdar aftur,
hann var hrærður, en reyndi allt, sem hann gat að herða sig. Hann
skyldi ekki beygja sig fyrir konutárum, ó-nei!------
„Kærar þakkir, mamma,“ sagði hann og flýtti sér aftur að plógn-
um. „Verði þér að góðu, væni,“ sagði hún og lét niður í körfuna,
reis upp og gekk aftur heim. Oft sneri Eiríkur sér við og horfði á
eftir henni. Hann hafði aldrei áður tekið eftir, að móðir hans var
farin að eldast, hakið var svo bogið, og hún var reikul í göngulagi.
Tveim dögum seinna lagðist hún veik. Hún gat ekki bent á neinn
stað á líkama sínum og sagt, að þar hefði hún þraut, en hún leit hara
veiklulega og þreytulega út. Eiríkur og pahhi hans reyndu allt, sem
þeir gátu, til að hjálpa henni og halda heimilinu hreinu og þokka-
legu. Sent var eftir lækninum. Hann sagði, að hjartað væri veikt, og
að hún hefði ofreynt sig. Síðan sagði hann þeim, hvernig þeir skyldu