Norðurljósið - 01.01.1972, Side 175

Norðurljósið - 01.01.1972, Side 175
NORÐURLJ ÓSIÐ 175 meðhöndla hana, en allt kom fyrir ekki. Önnu hrakaði alltaf dag frá degi. Gústaf sat mest hjá henni, en stundum kom Eiríkur hljóðlega inn og settist við rúmstokkinn. Einn daginn, er hann kom þannig inn, tók hann í hönd hennar og hvíslaði: „Góða mamma, fyrirgefðu mér.“ Móðirin lagði hinn handlegginn um háls honum, og hennar milda augnaráð sagði meira en orð gátu útlistað. Síðan mælti hún: „Eiríkur, elskaði sonur minn, það sem ég hefi að fyrirgefa, er löngu fyrirgefið. Ég veit, að þú hefir allan tímann elskað mömmu, — en það, sem ég þrái, er að þú elskir Guð og Jesúm. Ég get ekki þagað lengur, Eiríkur.“-----Hún gat ekki sagt meira. Eiríkur grét, hann gat gert, hvað sem væri, fyrir mömmu, en fyrir Guði var hjarta hans lokað. Það var kalt og hart eins og ís. Mundi það nokkurntíma þiðna? Anna lá veik eina viku, svo var það eina nóttina, að líf hennar slokknaði kyrrlátlega, meðan maður hennar sat við hlið hennar. Þetta kæra hjarta hætti að slá, og augun mildu lokuðust í síðasta sinn. Faðirinn lét næstum bugazt af sorg. Þrátt fyrir sorgina leit það þannig út fyrir mörgum, að hann væri byrjaður að hlakka til endur- fundanna. Eiríki var allt öðruvísi farið. Engin orð gátu lýst því, sem hann varð að reyna þessa daga. Kærleikurinn var heitari til mömmu en nokkru sinni áður, og þegar hún nú var ekki lengur, reyndi hann að sýna föðurnum miklu meiri umhyggju. Einnig reyndi hann að deyfa sorgina með því að vinna meir en nokkru sinni áður. Grátið gat hann ekki. Til þess var hjarta hans alltof hart og stolt. Jarðarförin fór kyrlátlega fram, en meir hrærði hún við fólkinu, þar sem þeta var í fyrsta sinn þar í sókninni, að jarðarför fór fram utan ríkiskirkjunnar. Líkfylgdin var mjög fjölmenn, og söngflokkur söng marga sálma um trú, upprisu og sigurgleði. Eiríkur hálfvegis óttaðist sjálfan sig, er hann sá birtuna í augum hinna trúuðu, en merkti myrkur og dauðakulda innan í sér sjálfum. Einnig kom hon- um í hug, að hann hefði, ef til vill, með harðúð sinni flýtt fyrir dauða móður sinnar. Hugsunin um þetta olli honum sárrar kvalar, sem hann af öllu afli reyndi að kæfa niður og leyna fyrir öðrum. Nóttina eftir jarðarförina varð hann andvaka. Daginn eftir fór hann aftur út að plægja. Honum var mjög þungt í sinni og þreyttur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.