Norðurljósið - 01.01.1972, Qupperneq 178
178
NORÐURLJÓSIÐ
lœtisdóm, að þeir, er slíkt fremja, eru dauðasekir; þeir gera þetta
engu að síður og meira að segja láta þeim velþóknun sína í té, er
það gera.“ (Róm. 1. 29.—32.)
Ræðunni lauk ég með því að segja, að heiðingi í Afríku, sem
hefði sorfnar tennur og eyrnahring í nefinu, sem etið hefði manna-
kjöt og lifði í fúlustu syndum, mundi að líkindum komast betur frá
dóminum en nokkur maður í þessum söfnuði, sem væri án Krists.
Hugsanlegt væri, að heiðinginn í Afríku hefði aldrei heyrt um Jes-
úm, en fólkið, statt við þessa guðsþjónustu, hefði heyrt um hann
áreiðanlega. Heiðinginn í Afríku hefði enga afsökun, og áreiðanlega
hefði enginn maður í Ameríku nokkra afsökun, sem heyrt hefði
fagnaðarerindið.
Svo kallaði ég hátt: „Sérhver maður, sem hér er í kvöld, sem
aldrei hefir frelsazt, er verri en hinn fúlasti syndari í Afríku, ef sá
Afríkumaður hefir aldrei heyrt fagnaðarerindið.“
Ég endaði ekki guðsþjónustuna með bæn, söng eða biðja fólk að
rísa úr sætum. Ég sagði, að samkomunni væri lokið. „Allir standi
upp og fari heim.“
Andartak sat fólkið sem steini lostið þegjandi. Svo fór það að
standa upp og ganga út.
Það var dauðaþögn, meðan ég ók Kötu frænku og unglingunum
heim. Er ég nam staðar við hús hennar, fóru þau öll út. Þá opnaði
elzta Jones-dóttirin framdyrnar og sagði reið: „Ég vil, að þú skulir
vita, að ég hefi aldrei fyrr á ævi minni verið smánuð svona! Ég skal
aldrei framar koma til að heyra þig predika svo lengi sem ég lifi!“
Þar með skellti hún hurðinni aftur og gekk á brott.
Ég renndi mér í hitt framsætið, opnaði hurðina og sagði: „Bíddu
andartak. Út af hverju ertu svona reið?“
Hún sneri aftur að bifreiðinni. „Bróðir Rice,“ hvæsti hún, „frú
Davis hefir reynt í langan tíma að fá okkur til að koma og heyra þig
predika. Hún sagði okkur, hve dásamlegur maður þú værir. í kvöld
komum við loksins, og þú smánaðir mig. Ég skal láta þig vita, að ég
er góð stúlka. Samt segir þú, að ég sé verri en heiðingi í Afríku, sem
drepið hefir og etið fólk! Ég vil, að þú vitir, að mér mislíkar þetta.
Og ég skal áreiðanlega aldrei koma aftur til að heyra þig predika,
svo lengi sem ég lifi.“
í annað sinn skellti hún hurðinni aftur, sneri sér við og gekk
heim á leið í myrkrinu. Systkini hennar gengu á eftir henni.