Norðurljósið - 01.01.1972, Page 182
182
NORÐURLJÓSIÐ
út einsamall?" spurði hún. „Það er orðið dimmt, og það rignir, og
er kalt.“
„Ég elska þig, mamma,“ svaraði hann.
„Börnin mín, elskum ekki með orði og ekki heldur með tungu,
heldur í verki og sannleika.“ (1. Jón. 3. 18.) (Þýtt.)
Þótt saga þessi hafi áður birzt á íslenzku, talar hún sínu máli til
þeirra enn, sem lesa hana.
Þeir menn einir, sem elska Drottin Jesúm, þjóna honum að
nokkru gagni.
Ef Drottinn spyrði þig eða mig eins og Pétur forðum: „Elskar þú
mig?“ hvað yrði svar okkar: Heitt og heilsleypt. „Já?“ Hikandi:
„Mér þykir vænt um þig?“
„Ef þér elskið mig, þá munuð þér halda boðorð mín.“ (Jóh. 14.
15. ) „Sá, sem hefir mín boðorð og heldur þau, hann er sá, sem
elskar mig.“ „Hver, sem elskar mig, mun varðveita mitt orð.“ (Jóh.
14. 21., 23.)
„Predikið gleðiboðskapinn.“ „Boðið fagnaðarerindið.“ Mark.
16. 15. Hlýðum við þessu? Segjum við öðrum frá Kristi? Hjálp-
ræði hans?
„Farið því og gerið allar þjóðir að lærisveinum.“ Matt. 28. 19.
Tökum við þátt í boðuninni um Krist úti um heiminn? Með fyrir-
bæn? Með fégjöfum þeim til styrktar, sem farið hafa? Eða kúra
krónurnar heima?
„Skírið þá til nafn Föðurins og Sonarins og hins heilaga Anda.“
(Matt. 28. 19.) Ert þú lærisveinn Drottins Jesú? Hefir þú sem lœri-
sveinn verið skírður samkvæmt boði hans?
„Kennið þeim að halda allt það, sem ég hefi boðið yður.“ (Matt.
28. 19.) Tekur þú þátt í kvöldmáltíð Drottins, í minningu hans?
Gerir þú það af elsku til hans?
Getur átt sér stað, að Drottinn hafi efahreiin í rödd sinni, þegar
hann spyr okkur, mig og þig: „Elskar þú MIG?“
S. G. J.