Norðurljósið - 01.01.1972, Blaðsíða 183
NORÐURLJÓSIÐ
183
Gnóttir og örlæti Guðs
„Hinir fátœku og voluðu leita vatns, en finna ekki; tunga þeirra
verður þurr af þorsta; ég, Jahve, mun bænheyra þá.“ (Jes. 41. 17.)
Það er einkennilegt, en þó sorglega satt, að áður en Guðs börn
leita hjálpar Föður síns, bíða þau oft, unz tunga þeirra verður þurr
og bólgin og kringumstæðurnar óviðráðanlegar! Hvernig svarar
hann? Gæfi hann eina fötu af svölu, tæru drykkj arvatni, þá væri
gjöfin óviðjafnanleg og náðarverk gagnvart þeim, er svo seint bað
um hjálp. En Guð gefur ekki fullar fötur! Hann segir: „Ég læt ár
spretta upp, vatnslindir, vatnstjarnir, uppsprettur.“ (18. grein.)
Stórfurðuleg náð! Með hvílíku örlæti bætir hann úr þörfum vorum!
í skammsýni vorri getur oss virzt, að örlæti hans keyri úr hófi.
Eyðslusemi á sér samt ekki stað hjá honum. Þessi vötn munu vökva
rætur geysistórra trjáa (19. grein). Trén munu veita forsælu þreytt-
um, ávexti hungruðum og sýna þeim fegurð, er á þau horfa. Hversu
oft á það sér stað, að þörfum vorum er mætt á þann hátt, að vér
hljótum blessun, einnig þeir, sem eru í nánustum tengslum við oss,
og líka aðrir. Þetta er þó ekki síðasta orðið! í 20. greininni lesum
vér, að þetta er til þess, að „allir sjái og viti, ... að hönd Drottins
hefir gert þetta,“ og þess vegna vegsami þeir Drottin. (Inngangsorð
að bænarefnabréfi S. G. M. (Ritningargjafa trúboðsins) Apríl
1972.)
í/r bœnabréfinu:
í sumum söfnuðum í Suður-Ameríku eru hinir trúuðu svo fátæk-
ir, að þeir gela ekki keypt sér ritninguna. í slíkum kringumstæðum
eru fræðandi og guðrækni rit SGM sérstaklega velkomin. (Þau eru
öll ókeypis. Þýð.)
Skýrt er frá því, að kirkjur á Kúhu séu aðeins opnar eina klukku-
stund á viku. Jafnvel þá verða hinir trúuðu fyrir truflunum á guðs-
þjónustunni. Vér skulum hiðja fyrir kristnum mönnum, sem halda
uppi vitnisburði sínum í svo erfiðum kringumstæðum.
Uppörvandi er, hve mörg „Kristileg skólasamtök“ hafa verið
stofnuð í Nigeríu, síðan borgarastríðinu lauk. Vér skulum biðja,
að hugmyndir þessa unga fólks megi mótast af Orði Guðs, sem
kennir oss, að hann frelsar oss frá þrældómi öfundar, haturs, hefni-
girni og dráps. Megi þessi samtök verða áhrifarík í því, að leggja
undirstöður í þjóðfélagi, sem þjáist enn af fyrri þrætum.