Norðurljósið - 01.01.1972, Side 185
NORÐURLJÓSIÐ
185
Því er svo farið, að nálega í sérhverju samfélagi er einhver karl-
maður eða kona, sem gæti haft gagn af þessu atviki.
„Eg minnist í dag synda minna.“ 1. Mós. 41. 9.
Við skulum fara að yinna sálir
Eftir dr. Jack Hyles.
Unglingarnir okkar vinna sálir. Um kl. 6 síðdegis á hverjum laug-
ardegi mætast um það bil 100 ungmenni í kirkjunni. Þau taka á
móti spjöldum með nöfnum fólks, (sem tala mætti við) og tvístrast
svo út um Hammond-Gary-Calumet svæðið og vinna fólk fyrir Jesúm
Krist. Á síðastliðnu ári voru fleiri en 3000 manns, er sneru sér vegna
þessa starfs. Geta skal þess, að þetta starf er eingöngu rekið af ung-
lingunum. Það byrjaði vegna byrðar, sem lagðist á hjörtu sumra
krakkanna okkar. Þeir koma saman upp á eigin spýtur. Einu full-
orðnu mennirnir, sem viðstaddir eru, eru þeir, sem bjóðaet til að
aka út með unglingana. En þeir ráða engu um samkomuna. Ung-
mennin sjá sjálf um dagskrána og framhaldið.
Þetta er engin dægurfluga. Þessu hefir farið fram í 18 mánuði
og vex stöðugt.
Nýlega fengu nokkrir piltarnir þá hugmynd, að hafa langan sálna-
veiði-dag, frá kl. 8 á laugardagsmorgni til kl. 6 síðdegis. Skipulögð
út í æsar og algerlega andleg myndaði þessi starfsemi einhvern mesta
dag í sögu safnaðar okkar og reyndar nokkurs safnaðar! Ungling-
arnir skipulögðu liann algerlega sjálfir án nokkurra yfirráða, leið-
beininga eða ráðlegginga frá hinum fullorðnu. Hundrað sjötiu og
fimm unglingar koma saman kl. 8 þennan laugardagsmorgun,
snæddu morgunverð í skyndi. Einn af ungu mönnunum ávarpaði
ungmennin, og þau fóru þaðan logandi af áhuga. Þau vitnuðu alls
staðar: í stórbúðum, skemmtigörðum, heimilum, hjá fyrirtækjum,
í birgðaskemmum, skólagörðum, á strætunum, hjá benzínsölum, á
hverjum þeim stað, sem unnt er að ímynda sér. Ungmennin voru
þrjú eða fjögur saman, en fullorðinn ók þeim, en beið í bifreiðinni,
meðan ungmennin vitnuðu. Þau fóru um ýmis svæði til að vitna
fyrir ungu fólki.
Starfsdegi lauk, og þau hittust hjá gagnfræðaskólanum okkar.
Þau gengu hljóðlega gegnum skólagarðinn eftir göngubraut, sem