Norðurljósið - 01.01.1972, Page 186
186
NORÖURLJÓSIÐ
logandi kyndlav stóðu við'. Við endann á brautinni var risavaxinn
bálköstur. Þar sungu ungmennin saman, lofuðu Drottin og skýrðu
frá árangrinum.
Þau biðu í þögn eftir að heyra, hve margt fólk hafði unnizt Kristi
til handa þennan dag. Vakning byrjaði, þegar tilkynnt var, að 1230
manns höfðu tekið á móti Kristi yfir daginn, og alla höfðu ung-
mennin unnið.
Það eru ekki allir unglingar, sem snúizt hafa til fylgis við djöful-
inn. Þeir bera ekki allir sítt hár eða pínu-pils. Guði sé lof, að það
eru sumir, sem eru hreinir, Guði helgaðir, ættjarðarvinir og áhuga-
samir í verki Guðs. (Þýtt úr „Sword of the Lord“ 27. ágúst 1971.)
Spurt hefir verið, hvort þessi ungmenni munu halda áfram með
Kristi. Ef ekki öll, þá langsamlega flest. Reynslan sýnir það, að Guð
hefir undursamlega varðveitt þá, sm á ungum aldri gáfust Kristi
Jesú af öllu hjarta. Slíkt afturhvarf er allt annað en tilfinningavíma,
sem rennur af fljótlega, þegar eitthvað reynir á.
Hvorum ert þú líkur?
Múhameðsmaður var á ferð, og Hindúi slóst í för með honum.
Gengu þeir, unz dimmt varð. Nóttinni eyddu þeir á einhverjum
gististað. Þeir héldu af stað með morgni, gengu allan daginn, unz
þeir komu í næturstað. Hindúinn breytti sem hann var vanur, flutti
bænir sínar, neytti síðan matar og gekk til náða. Árla morguns reis
hann upp, þvoði hendur og andlit, hafði um hönd sínar guðrækni-
iðkanir og var þá ferðbúinn. En hann undraðist mikið, að hann
hafði ekki séð ferðafélaga sinn, Múhameðsmanninn, hafa um hönd
nokkrar guðrækni- athafnir. Hann vildi vita sannleikann í málinu,
aðgætti félaga sinn vandlega þriðja kvöldið, en heyrði engar bænir
frá Múhameðsmanninum.
Hann ávarpaði félaga sinn að lokum á þessa leið: „Heyrðu, Mú-
hameðsmaður, hvernig hagar þú þér? Biður ])ú ekki til Guðs, hvorki
á degi eða nóttu?“
Márinn svaraði: „Jú, það er skylda Múhameðsmanns að tilbiðja
Guð fimm sinnum á dag.“
„Hvers konar Múhameðsmaður ertu þá?“ spurði Hindúinn. „í
þrjá daga hefi ég ekki séð þig hafa yfir bænir þínar?“