Norðurljósið - 01.01.1972, Síða 187
NORÐURLJÓSIÐ
187
„Hvað get ég gert?“ svaraði Márinn. „Ég geng allan dagi'nn, og
á kvöldin er ég svo þreyttur, að ég get ekki beðið.“
Hindúinn spurði: „Ertu of þreyttur til að eta tvisvar á dag? Ef
þú ert of þreyttur til að þjóna Guði skapara þínum, sem elur önn
fyrir þér, er ég hræddur við að halda áfram í samfyígd þinni. Að
horfa á andlit manns árla morguns, sem er eins og þú, mun leiða
einhverja ógæfu yfir mig. Því að hver sá, sem er of áhugalaus til
að þjóna Guði, mun fyrr eða síðar rata í einhverja ógæfu.“
Var ekki þessi heiðni, indverski ferðalangur vitrari en margir
þeir, sem bera kristið nafn? Við skulum læra það af honum: að
vera aldrei of þreytt til að biðja.
(Þýtt.)
Uppskeran kom um síðir
Eftirfarandi saga gerðist á samkomu í Edinborg fyrir mörgum
árum.
Formaður vantrúarfélags kom inn á samkomuna. Hann reyndi að
gera það hlægilegt, sem þar fór fram, og að hindra fólk frá því að
koma fram til fyrirbænar. Predikarinn gekk til mannsins og sagði:
„Eruð þér sannkristinn?“ Hann svarar: „Nei, það er ég ekki.“ „Vilt
þú verða sannkristinn?“ Maðurinn svaraði óþýðlega: „Nei, það vil
ég ekki.“ Þetta snart predikarann, og hann sagði ástúðlega: „Jæja,
eigum við að krjúpa niður og biðja saman?“ Maðurinn hrópaði
upp: „Hvaða gagn er að því? Ég trúi ekki á bæn.“ Predikarinn
sagði þýðlega: „Jæja, en viltu leyfa mér að krjúpa niður og biðja
fyrir þér?“ „Þú mátt gera það, ef þú vilt, en það verður gagns-
laust.“ Predikarinn kraup niður og bað. Er bæninni lauk, sagði
formaður vantrúarfélagsins: „Ég finn enga breytingu á mér!“
Predikarinn svaraði um leið og hann yfirgaf hann: „Ó, bíddu dálít-
ið! Guð tekur sér stundum tíma.“
Tvö ár liðu. Þá hitti predikarinn manninn aftur, sem kallaði upp:
„Sjáðu, ég er hinn sami og ég var; ég er ekkert breyttur; bænin þin
var gagnslaus!“ Predikarinn svaraði: „Vinur minn, við bíðum enn-
þá eftir Guði!“ Nokkur tími leið. Þá sannfærðist formaður vantrú-
arfélagsins um villu sína. Hann kom á kristilega samkomu. Þegar
spurt var: „Óskar nokkur viðstaddur eftir fyrirbæn?“ stóð hann