Norðurljósið - 01.01.1972, Side 188
188
NORÐURLJÓSIÐ
upp og sagði sundurkraminn, acf hann óskaði eftir, að þeir bæðu
Guð fyrir sál hans. Sama daginn gaf hann Guði hjarta sitt og varð
guðrækinn, fyrirmyndar, sannkristinn maður. — (Þýtt.)
Drottinn Jesús sagði: „Hvers, sem þér biðjið og beiðizt, þá trúið,
að þér hafið öðlazt það, og þér munuð fá það.“ (Mark. 11. 24.)
Erfiðleikar gera gagn
Maður nokkur, Cecil að nafni, fór í mennlaskóla. Þar mætti hann
miklum erfiðleikum, bæði vegna innri baráttu og líka af hendi sið-
spilltra og óguðlegra félaga. Þar sem hann var enn ekki orðinn van-
ur því að bera ok Krists (Matt. 11. 29., 30.), þjáði þetta hann þá
meir en það mundi hafa gert síðar. í mjög þungu skapi og hryggur
í bjarta tók hann sér göngu dag nokkurn og kom þá í aldingarð. Þar
ætlaði hann að hugsa í næði og létta af sér byrðinni.
í garðinum tók hann eftir granateplatré. Það var mjög fagurt, en
niður undir rót var stofninn nærri sagaður í tvennt. Þessi einkenni-
lega sjón vakti forvitni hans, svo að hann bað garðyrkjumanninn
um skýringu. „Herra,“ sagði maðurinn, „þetta tré var vant að skjóta
svo mörgum hliðargreinum, að það bar ekkert nema blöð. Ég neydd-
ist því til að saga það þannig, og þegar þaS var nœrri sundur sagaS,
fór þaS aS bera mikinn ávöxt.“ Svarið hafði mikil áhrif á huga
Cecils. Hann gekk heim aftur, hughreystur og fræddur. Þannig fékk
hann sína fyrstu fræðslu um gagnsemi þrenginganna.
„Og hann mun sitja og brœSa og hreinsa silfriS, og hann mun
hreinsa Levítana og gera þá skíra sem gull og silfur, til þess aS Jahve
hafi aftur þá menn, er bera fram fórnir á þann hátt, sem rett er.“
Malakí 3. 3. — Þýtt.
Mannlegum foreldrum og fræðurum getur skeikað í uppeldi barn-
anna og unglinganna. En Drottni skeikar aldrei. Hann veit, hvernig
á að ala börnin sín upp, svo að þau verði honum til dýrðar síðar
meir og föðurnum á himnum.
Hitt er svo annað mál, að börnum Guðs gengur stundum erfið-
lega að skilja, að þrengingar þeirra eiga að draga þau nær Guði og
Kristi, sem sjálfur varð að líða illt og þola þrengingar í þessum
heimi. — Hugfestið þetta, Guðs börn. — S. G. J.