Norðurljósið - 01.01.1972, Qupperneq 189
NORÐURLJ ÓSIÐ
189
Ólíkar óskir
Eg spurði námsmann, hvað það væri þrennt, sem hann óskaði
helzt að fá. Hann sagði: „Gefðu mér bækur, heilsu og næði, og þá
er mér sama um allt annað.“ Eg spurði ágjarnan mann, og hann
sagði: „Peninga, peninga, peninga.“ Ég spurði ölmusuman, og hann
svaraði: „Brauð, brauð, brauð.“ Eg spurði drykkjumann, og hann
hrópaði hátt á áfenga drykki. Ég spurði fjölda manna umhverfis
mig, og hróp þeirra voru ruglingsleg, en í þeim heyrði ég orðin:
„Auðæfi, frægð og skemmtanir.“ Ég spurði fátækan mann, sem lengi
hafði sýnt skapgerð þroskaðs, kristins manns. Hann svaraði, að
allar hans óskir yrðu uppfylltar í Kristi. Hann talaði alvarlega, og
ég bað hann að skýra þetta nánar. Hann svaraði: „Ég þrái þrennt
mikið. í fyrsta lagi, að ég verði fundinn vera í Kristi. I öðru lagi, að
ég verði líkur Kristi. I þriðja lagi, að ég megi verða ineð Kristi.“
(Þýtt.)
Hvers óskar þú, lesari kær?
Hollusta
Fyrir um það bil fjórum öldum sátu Spánverjar um litla borg á
landamærum Frakklands. Virkisgarðarnir voru í rústum. Verjend-
ur hennar hrundu niður af hitasótt og hungri. Svik voru á seyði hjá
skelfdum íbúum hennar. Dag nokkurn skutu Spánverjar mörgum
örvum inn í borgina. Voru miðar úr bókfelli festir við þær. Á þeim
stóð, að íbúarnir skyldu halda lífi og eignum, ef þeir vildu gefast
upp. Borgarstjórinn var hinn mikli leiðtogi Húgenottanna, Caspari
de Coligni. Svar hans var á þessa leið: Hann tók spjót, festi við það
bókfellsmiða með þessum orðum á: Regern habemus, „konung höf-
um vér,“ og skaut þessu yfir í herbúðir óvinanna. Annað svar gaf
hann ekki við hótunum þeirra eða tilboðum.
Þetta var sönn þegnhollusta, — hollusta sýnd í bráðri lífshættu,
hollusta, sem öllu vildi fórna. Fyrir hvaða konung var Coligni að
verja þessa niðurbrotnu veggi, mitt í orrustum og eldi, hungurs-
neýð og drepsótt? Fyrir hinn dáðlausa, auma Frakkakonung, Hinrik
II., fóður Karls IX., er síðar lét myrða Coligni og framkvæma blóð-
baðið á Húgenottum,