Norðurljósið - 01.01.1972, Síða 190
190
NORÐURLJÓSIÐ
Átt þú konung? Er Kristur konungur þinn? Sé hann það, þá er
hann ekki, dáðlaus, svikull, falskur, spilltur maður eins og herra
Colignis var. Hann er konungur, sem elskar þig, dó fyrir þig og vill,
að þú sért honum þegnhollur, þar sem hann situr í hásæti sínu til
hægri handar hátigninni á hæðum. Ert þú honum eins hollur þegn
og Coiigni var hollur ræflinum Hinrik II.? Sýnir þú honum nokkra
hollustu? Þú ættir að sýna honum hollustu allt til dauða. Sé það svo,
hvað vilt þú gera fyrir hann? Það er prófið, er sýnir hollustuna.
Þýtt.
„Allt er yðar44
1. Kor. 3. 21., 22.
Trúaður maður, Hervey að nafni, lá fyrir dauðanum. Læknir sat
hjá honum. Er hann sá, hve erfitt Hervey átti með að tala og anda,
vildi hann láta sjúklinginn hlífa sér.
„Nei, læknir, nei,“ sagði hann. „Þú segir mér, að ég eigi aðeins
fáeinar mínútur ólifaðar. Ó, leyfðu mér að nota þær í tilbeiðslu
okkar mikla endurlausnara. Þótt hold mitt og hjarta bregðist mér,
er Guð samt styrkur hjarta míns og hlutdeill mín að eilífu.“
Hann tók þá að ræða um, á ljóslifandi hátt, orð Páls: „allt er
yðar... líf eða dauði, hið yfirstandandi eða hið komandi; allt er
yðar, en þér eruð Krists og Kristur Guðs.“ „Hérna,“ segir hann
„er fjársjóður yðar ig frábær fjársjóður er það. Dauðinn er talinn
með í þessu; hve þakklátur er ég fyrir hann, þvi að hann er leiðin,
sem ég fer eftir til að komast til Drottins og gjafara eilífs lífs. Ó, vel-
kominn, velkominn dauði. Vel má telja þig með fjársjóðum kristins
manns. Að lifa er Kristur, en dauðinn ávinningur.“
Viðbót ritstjórans. Þessi ávinningur var honum ekki fjarri í vik-
unni eftir sl. páska. Þróttleysi mikið hafði ásótt hann frá því um
áramót, en var farið að lagast, er inflúenzan kom, sem kippti öllum
undanförnum bata brott. Á fyrrihluta þróttleysistímans varð hann
að heyja margar, oft mjög harðar, andlegar orrustur. Hve gott var
að hafa fyrirheit Krists: „Þann, sem til mín kemur, mun ég alls
ekki burtu reka.“ Upp úr þessu kom andleg blessun, og Guð hefir
gefið þrótt til að gefa Nlj. út. Hans er dýrðin. Það var hann, er gaf
sigur yfir andlegu mótspyrnunni gegn þýðingunni á „Uppsprettu-
lindum andlegs kraftar,“