Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Side 11
143
kemur Staðarhólsbók á prent, og í fyrra (1883) gaf hann
út ýms brot af Grágás, og þá eru öll handrit af Grágás,
er nokkuð kveður að eða hlutum af henni komin á prent.
Um 1850 stóð Fornritafjelag Norðurlanda, sem gefið
hefir út mörg af íslenzkum handritum, í blóma sínum;
þetta sama ár kom frá því fyrsta heptið af Grágás og var
prentað eptir handritinu í bókasafni konungs, sex ár-
um síðar var Konungsbók komin öll á prent og þar að
auki 4 brot af Grágás.
Konungsbók1 er stór skinnbók (13V2 þuml. að
lengd og g1/^ þuml. að breidd) í 2 blaða broti í bóka-
safni konungs (Gammel kgl. Saml. Nr. 1157 fol.) með 93
blöðum. Konutigsbók hefur verið ljómandi fallegt hand-
rit; upphafsstafir á kapítulunum er dregnir upp mjög
stórir og málaðir rauðum, grænum og bláum litum,
en meginmálið ritað með nokkuð bundinni settleturs-
hendi; á hverri blaðsíðu eru tveir dálkar, hver lína er
hnitmiðuð niður, ein h'na eigi lengri en önnur og með
jöfnu millibili. Yfirskriptir eru ritaðar með rauðu letri.
Upprunalega hefur skinnið, sem hún er rituð á, verið
fannhvítt og gljáandi, og sjer þess enn vott á ýms-
um stöðum, en nú er hún farin að láta allmikið á sjá
— enda er hún meir en 600 ára gömul —, blöðin eru
flest farin að verða blökk og einstöku blöð jafnvel
svartleit og skorpin. Stafirnir eru víðast hvar skýrir,
sumstaðar eru þeir þó farnir að verða óskýrir og á
fremstu blaðsíðunni lítt lesandi. Ofan af fremsta blað-
inu hefur rifnað eða rotnað dálítið stykki, og svo hef-
ur það óhapp viljað til, að týnzt hafa úr henni á eptir
37. blaðinu 1 eða öllu heldur 2 blöð úr Vigslóða; voru
þau týnd þegar á dögum Árna Magnússonar, því að
1) Sjá um þetta handrit formála Vilhjálms Finsens fyrir
útgáfunni, tírágás 1883. bls. XXXVII. íslenzkt fornbrjefasafn I.
bls. 73 o. fl., og Graagaas bls. 2—4.