Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Síða 45
177
ur á móti er mjög þægilegt, að hafa nafn á einstök-
um köflum laganna til þess að geta greint þá hvern
frá öðrum, og þess vegna er eðlilegt, að ýmsir þættir
í Grágás hafi fengið sjerstök nöfn, t. a. m. Vígslóði,
Baugatal o. s. frv. Enn fremur er mjög hentugt, að
hafa sjerstakt nafn á lögum, sem mynda einhverja
fasta afmarkaða heild, eða sem rituð eru í einhverja
sjerstaka bók; þannig kemur t. a. m. í fornum ritum
fyrir nafnið Úlfijótslög1 á lögum þeim, er Úlfljótur
samdi, og Hafliðaskrá2 er sú lögbók nefnd, er rituð
var á Breiðabólstað hjá Hafliða Márssyni veturinn
ii 17—1118. Lögbókin, er þeir þorvarður þ>órarinsson,
Sturla lögmaður J>órðarson og Indriði böggull komu
út með 1271, hefur mjög snemma fengið nafnið Járn-
síða, þvf að svo er hún nefnd í Resens Annál (A. M.
424, 4to), sem ritaður er fyrir 1300. Jónsbók er vana-
legast kölluð í fornum brjefum og ritum „lögbókin“,
„lögbók vor“, „landslagabók“, „lögbók íslendinga“
o. s. frv.; en Jónsbókar-nafnið er þó gamalt, og
kemur fyrir í Flateyjarbók; þar segir svo um Magn-
ús lagabæti: „Magnús, er lögbók sendi til íslands, þá
er kölluð er Jónsbók“3.
Fyrsta handrit, þar sem menn hafa fundið
nafnið Grágás, er pappírshandritið frá 1600 (A. M.
125. A.). í því eru, eins og áður er getið, ýmsar
greinar úr Járnsíðu og Grágás. Handritið byrjar á
greinunum úr Járnsíðu og er þar fyrirsögnin: Nokkrar
greinir úr norskum lögum, þeim Grágás fylgja, og
Magnús konungur lagabætir hefur þar við aukið og
1) íslendinga bók 2. kap., Landnáma IV, 7. kap., þáttur þor-
steins Uxafóts 1. kap. (Pornmanna sögur III. bls. 105).
2) Konungsbók I. bls. 213: skrá þeirri, er Hafliði lét gera.
3) Fltb. I. bls. 28.
Tímarit hins íslenzka Bókmenntafjelags. VI. 12