Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Qupperneq 47
179
fomum lögum á, sem sagt er, að Ólafur konungur að
auknefni hinn helgi hafi gefi oss fyrrum, og er sú
lögbók almennt kölluð Grágás, þ. e. gæs). Jón prest-
ur Daðason í Arnarbæli (J* 1676), fósturfaðir sjera
Eiriks í Vogsósum, sem galdrasögurnar eru flestar um,
hefur ritað lögfræðisritgjörð, sem heitir Rembihnútur
eða Nodus gordius; nefnir hann Grágás þar mörgum sinn-
um; Grágás er einnig nefnd allvíða í orðabók Guðmundar
Andrjessonar. Enn fremur er Grágás nefnd í ritum
Stefáns Ólafssonar prófasts í Vallanesi, Magnúsar
sýslumanns Jónssonar, föður Árna prófessors, og
Magnúsar Magnússonar sýslumanns í ísafjarðarsýslu1,
og í ritgjörð, er Bárður Gíslason lögrjettumaður f
Vatnsdal í Rangárvallasýslu ritaði um Jónsbók.
Af því, sem nú er sagt, er auðsjeð, að nafnið
Grágás eða Gráfygla hefur verið orðið mjög títt á 17.
öld. Gráfyglunafnið lagðist niður eptir 1700; er það
víst mikið komið af þvf, að Páll Vídalín notaði það
eigi í Skýringum sínum yfir fornyrði lögbókar. Brynj-
ólfur biskup segir beinlínis í brjefi sinu, að hin forna
lögbók sje almennt kölluð Grágás; en í pappírshand-
ritinu frá 1600 segir einungis, að sumir kalli hana
Grágás. Um þetta leyti hefur nafnið verið að koma
upp, og það, sem einna mest styrkir þá skoðun, að
nafnið sje eigi eldra, eru rit Arngrfms lærða (1568—
1648). Arngrímur nefnir lögbókina aldrei þessu nafni,
þó að hann vitni mjög opt í hana, heldur nefnir hann
hana „forn lög“ eða ýmsum öðrum nöfnum (codex
legum antiquus, codex legum, codex, jus vetus, gener-
alis juris corpus, constitutiones legum, constitutiones
juris).
2) Sjá Graagaas bls. 96.
12*