Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Qupperneq 68
200
kvæði sitt. f>á er menn eru komnir í sæti sín,
skulu þeir, er deila, segja hvað þeiin ber á milli; síðan
skulu lögrjettumenn íhuga málið, og þá skal spyija þá —
og það hlýtur lögsögumaður samkvæmt stöðu sinni að
gjöra — hvert álit þeir hafi um málið; úrslit málsins
fara eptir atkvæðafjölda, og ef þeir eru jafn margir,
þá hafa þeir sitt fram, sem lögsögumaðurinn er með,
„ok skulu hvárir-tveggju vinna véfangseið at sínu
máli“. Véfangseiður var unninn, þá er menn voru ó-
samþykkir; þá er dómarar voru eigi á eitt mál sáttir,
unnu þeir véfangseið, og hjer er talað um véfangseið
lögrjettumanna. Eptir orðunum liggur næst að halda,
að lögrjettumenn skuli ávallt vinna véfangseið, er þá
skilur á; en síðar standa nákvæm ákvæði um vé-
fangseiðinn, og eptir þessum ákvæðum þurfa lög-
rjettumenn einungis að vinna véfangseið, ef minnst 4.
hluti þeirra er í móti. J>á er málið er útkljáð, skal
einhver segja lögin fram, og þá skulu allir samþykkja
þau; síðan skal segja þau upp að lögbergi.
J>að er alveg vist, að þá er tveir deila um lög,
sem eru óljós í skránum, og eitthvert verulegt atriði
ber þeim á milli, þá geta þeir farið að svo sem segir
í 3. gr. En með því, að eigi voru heimtaðar neinar
sannanir fyrir, að þeim riði á, að fá lögin skýrð, þá
hafa þeir, þó hitt hafi í fyrstu verið tilætlað, getað
fengið þau skýrð, án þess að þeim bæri neitt verulegt
á milli; það getur enda vel verið, að einhver, er vildi
fá ljósa lagagrein, hafi fengið annan til þess að þræta
við sig.
Um lagastarf í lögrjettunni segir: „þar skulu menn
rétta lög sín og gera nýmæli“. Konráð Maurer hyggur,
að menn eigi að greina á milli þessa, og að nýmæli hafi
verið allsendis ný lög, að rjetta lög sín tákni það, er