Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Side 78
210
eru til fallnir ór fjórðungi hverjum; ok segiz þeir í
þing með þeim, er þat vilja“. „þ>enna kost vilju vjer“,
segir Skapti, „eða hversu vandar sóknir skulu hjer
vera?“. „þ>au mál skulu hjer i koma“, segir Njáli, „of
alia þingsafglöpun, — ef menn bera ljúgvitni eða ljúg-
kviðu. Hjer skulu ok í koma vjefangsmál öll, þau er
menn vjefengja i fjórðungsdómi, ok skal þeim stefna
til fimmtardóms. Svá ok, ef menn bjóða fje eða taka
fje til liðs sjer. í þessum dómi skulu vera allir hinir
styrkjustu eiðar, ok fylgja tveir menn hverjum eiði, er
þat skulu leggja undir þegnskap sinn, er hinir sverja.
Svá skal ok, ef annarr ferr með rjett mál, enn annarr
með rangt, — þá skal eptir þeim dæma, er rjett fara
at sókn. Hjer skal ok sækja hvert mál sem i fjórð-
ungsdómi — utan þat, er nemndar eru fernar tylftir
í fimmtardóm, þá skal sækjandi nemna sex menn úr
dómi, enn verjandi aðra sex. Enn ef hann vill eigi
ór nemna, þá skal sækjandi nemna þá ór sem hina.
Enn ef sækjandi nemnir eigi ór, þá er únýtt raálit,
því at þrennar tylftir skulu um dæma“. Segir sfðan
að Skapti hafi leitt í lög fimmtardóm1, og eins segir
Ari fróði: „hann setti fimmtardómslög2. Ef mál nú
var vjefengt f fjórðungsdómi og tveir dómar dæmdir
þar, gátu sækjandi sakar og verjandi gengið til lög-
bergs, nefnt sjer votta og lýst sök á hendur þeim
flokknum, er móti honum hefur dæmt, fyrir að hann
hafi dæmt ólög, lýst dóminum til rofs og látið varða
fjársektum, og lýst dómnum að endingu til fimmtar-
dóms3. í fimmtardóm rjeð meiri hlutinn dómnum4.
Tveimur árum síðar (1006) voru hólmgöngur af
1) Njála, kap. 97.
2) íslendingabók, kap. 8.
3) Konungsbók I. bls. 77.
4) Konungsbók I. bls. 83; sbr. Grágás 1883, bls. 605.